Skírnir - 01.01.1958, Síða 22
20
Halldór Halldórsson
Skírnir
Norsk-islandske kultur- og sprogforhold i 9. og 10. aarhund-
rede (Kbh. 1921), ágætt rit. En hér er ekki tími til að gera
þessum efnum nánari skil.
Af frumsömdum ritum Finns Jónssonar er fyrirferðarmest
bókmenntasaga hans, Den norske og oldislandske litteraturs
historie. Hún kom út í þremur bindum á árunum 1894 til
1902. Hún er rúmar 1800 blaðsíður á stærð í allstóru broti.
önnur útgáfa bókarinnar kom út á árunum 1920 til 1924,
lítið breytt í öllum meginatriðum, sem máli skipta. Þessi bók
var, er hún kom út, höfuðrit um fomar vesturnorrænar bók-
menntir og er það að sumu leyti enn. T. d. segir Sigurður
Nordal prófessor í Nordisk Kultur: „Hans store litteratur-
historie har trods alle mangler længe været og er delvis endnu
den toneangivende haandbog“ (N.K. VIILB, 231). Allir fræði-
menn viðurkenna, að rit þetta sé hið mesta stórvirki og játa,
að það hefir mikla kosti. Það er reist á víðtækri rannsókn
höfundar sjálfs á flestu því, sem um er fjallað, og höfundurinn
hafði kynnt sér langsamlega flest af því, sem um þessi efni
hafði verið skrifað. Það ber einnig vitni um mikla þekkingu
á bókmenntum þessa tímabils, og mikillar nákvæmni gætir
um meðferð staðreynda. En allt um þetta hefir ekkert af
meiri háttar verkum Finns Jónssonar sætt eins mikilli gagn-
rýni og bókmenntasaga hans. Margir fræðimenn eru hjartan-
lega ósammála skoðunum Finns Jónssonar um bókmenntaleg
efni. Finnur minnist nokkuð sjálfur á þessa gagnrýni í sjálfs-
ævisögu sinni. Segist honum á þessa leið:
Jeg veit, hvað hafa má móti ritinu, og þess hefur líka
verið getið. Það er ekki dæmandi eftir fagurfræðilegum
reglum. Það var með vilja, að jeg slepti þessu atriði. Það
er sálrænt efni og undirorpið einstaklíngsskoðun, sem oft
hefur næsta lítið gildi, og er í mínum augum mjög hættu-
legt. Annað er það, að jeg hef ekki gert mjer far um að
setja þessi fræði í samband við önnur Evrópufræði. Það
er með vilja gert. Jeg neita því líka, að íslenskur skáld-
skapur og sögutilbúníngur standi í nokkru sambandi við
fræði annara Evrópuþjóða. Þar voru engar beinar fyrir-
myndir. Mitt verk var að ryðja brautina, svo að treysta