Skírnir - 01.01.1958, Síða 23
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
21
mætti, svo að aðrir gætu rannsakað efnið frekar á þeim
grundvelli, — nú má hægar gera þær rannsóknir, sem
nú voru nefndar. Það hafa líka sjest merki þess. Safn F.
X, 157.
Eins og sjá má á hinum tilfærðu orðum, er bókmennta-
sagan rituð út frá næsta þröngu, jafnvel einstrengingslegu
sjónarmiði. Skoðun Finns er sú, að ekki beri að dæma forn-
bókmenntirnar sem listaverk. Hann leggur mikla áherzlu á
áreiðanleika hinnar íslenzku arfsagnar. Þannig segir hann á
einum stað, að „kritik og stræben efter nöjagtighed er áhen-
bart de ledende principer i de islandske slægtsagaer“ (II, 216)
og á öðrum talar hann um „den isl. traditions sejhed og pá-
lidelighed' ‘ (II, 237).
Athuga ber það, að fornbókmenntir okkar Islendinga eru
mjög fjölskrúðugar, og verða þær áreiðanlega ekki réttilega
metnar, ef litið er á þær allar undir sama sjónarhorni. Meðal
þeirra eru hrein sagnarit, svo sem Islendingabók Ara fróða,
önnur eru hreinn skáldskapur eða því sem næst, en milli þess-
ara skauta stendur allur ohbinn af fornbókmenntunum, ýmist
nær þessu skautinu eða hinu. Síðan bókmenntasaga Finns
kom út, hefir sú skoðun rutt sér æ meira til rúms, einkum fyr-
ir tilverknað islenzkra vísindamanna, að leggja beri listrænt
mat á Islendingasögumar og raunar ýmsar fleiri greinir forn-
bókmenntanna. En hér verður ekki farið nánara út í þá sálma.
Finnur Jónsson hélt mjög fast fram þeirri skoðun, að flest
Eddukvæðin væru ort í Noregi. Um þetta efni háði hann
harða deilu við Bjöm M. Ólsen í Tímariti Bókmenntafélagsins
árið 1895. Var Bjöm formælandi íslenzku skoðunarinnar. Um
Eddukvæðin er margt á huldu enn og verður sennilega alltaf.
Enn em fræðimenn engan veginn sammála um það, hvenær
þau séu ort né hvar þau séu ort. En alltaf virðast þó skoðanir
færast meira í það horf, að þeir Finnur og Björn hafi báðir
haft nokkuð til síns máls. Telja margir fræðimenn nú, að sum
kvæðanna séu ort í Noregi og önnur á Islandi. Finnur Jónsson
benti réttilega á það, að í mörgum Eddukvæðanna er lýst
norsku dýra- og jurtalífi. Þó að þessi rök geti ekki talizt ein-
hlít, virðast mér þau veigamikil. Það er eðlilegra, að skáld lýsi