Skírnir - 01.01.1958, Page 25
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
23
fremur færði hann fyrir því veigamikil rök, að kvæði þessi
væru rétt feðruð. Niðurstaðan af þessum rökum Finns var því
sú, að heimildirnar um norræna goðafræði væru sumar hverj-
ar eldri en svo, að um kristileg áhrif frá Bretlandseyjum gæti
verið að ræða. Af þeim sökum kæmu skoðanir Bugges ekki til
greina. En Bugge var ekki af baki dottinn. Hann samdi um
þetta efni heila bók, Bidrag til den ældste Skjaldedigtnings
Historie. Kom hún út 1894. 1 hók þessari ber Bugge brigður
á það, að kvæðin séu rétt feðruð. Reynir hann að sýna fram
á, að málið á kvæðunum sé miklu yngra en svo, að þau geti
verið frá þeim tíma, sem talið hafði verið. Árið eftir ritaði
Finnur svo greinina, De ældste skjalde og deres kvad. Leiðir
hann rök að því, að skoðun Bugges um mál kvæðanna sé röng,
og er almennt talið, að Finnur hafi borið efra skjöld í þess-
ari hörðu viðureign. Og eftir að Eggjumsteinninn fannst,
styrktist mjög skoðun hans um aldur kvæðanna.
IV
Eftir þessa ófullkomnu greinargerð um vísindastarfsemi
Finns Jónssonar vildi ég mega vikja að skoðunum hans um
ýmis málefni og lýsa honum sem manni, eftir því sem ég tel
mér fært. Fyrst mun ég drepa nokkuð á stjórnmálaskoðanir
hans. I dönskum stjómmálum tók hann engan þátt, en í skoð-
unum fylgdi hann róttækum vinstrimönnum. Fór hann ekkert
dult með það. I íslenzkum stjórnmálum var hann hins vegar
heimastjórnarmaður, og virðist hann á tímabili hafa haft all-
mikinn áhuga á samhandsmálinu. Átti hann t. d. um þau efni
tal við valdamikla danska stjórnmálamenn. Ekki mun þó
Finnur hafa hugsað sér að leggja fyrir sig stjómmálastarf-
semi og gerast þingmaður. En árið 1904 fékk hann áskomn
frá 36 kjósendum í Eyjafirði að hjóða sig þar fram til þings.
Klemenz, bróðir hans, hafði þá gerzt landritari og gat ekki
haldið áfram þingmennskunni. Var ætlunin, að Finnur kæmi
í hans stað. Hann varð við þessari áskomn og bauð sig fram.
Hlaut hann allmikið fylgi, en ekki hrökk það til þess, að hann
næði kosningu. Þar með var stjórnmálaferli hans lokið.