Skírnir - 01.01.1958, Síða 26
24
Halldór Halldórsson
Skírnir
Finnur Jónsson var trúleysingi. Ef hann hefði verið uppi á
söguöld, hefði hann sennilega verið kallaður Fiðr goðlauss.
Sumir hafa haldið því fram, að Finnur hafi verið heiðinn í
trúarskoðunum, en það hygg ég rangt. Hann var trúlaus í
þeim skilningi, að hann aðhylltist engin trúarhrögð. Þetta
virðist vera honum hjartans mál. Það er t. d. eftirtektarvert,
að Finnur hælir oft fólki með því að geta þess, að það hafi
ekki verið trúhneigt. Stundum hygg ég, að honum skjátlist,
er hann lýsir fólki á þann veg. Hann segir t. d. um móður
sína, að hún hafi ekki einu sinni haft neina „bamatrú“, en
Guðrún, systir Finns, er hlýtur að hafa þekkt móður sína
miklu betur, getur þess sérstaklega, að hún hafi verið trúuð.
Fleiri dæmi mætti taka um svipaða dóma Finns.
f sjálfsævisögu Finns var upphaflega einn kafli, er nefndist
Trúin og tók yfir 10 blaðsíður. Efni hans var greinargerð um
skoðanir hans á trúarhrögðum og kirkju. Frá þessu segir Jón
Helgason prófessor í formála ævisögunnar. Þessi kafli mun
nú vera glataður.
En þótt svo illa hafi til tekizt um þennan kafla, er vanda-
laust að sýna afstöðu Finns til trúmálanna með tilvísun til
annarra kafla ævisögunnar. Honum farast m. a. svo orð:
Jeg hef aldrei verið trúhneigður, alt mitt upplag er
skynsemikent. Jeg hef aldrei haft neitt trúar-strið við
sjálfan mig. Jeg las á æskuárum alla eða mestalla biblí-
una, og man mikið af því enn, einkum gamla testament-
inu, og jeg las hehresku í skóla, en það var ekki af öðru
en löngun til þess að kynnast málinu. Jeg hef áður sagt,
að jeg hefði verið búinn að læra kverið, þegar jeg var
átta vetra, og svo varð jeg að halda því við til fermíngar.
Það var meiri þrautin. . . . Svo kom fermíngardagurinn,
sá ömurlegasti dagur, sem jeg hef lifað. Hvenær sem jeg
hugsa til hans, fer hrollur um mig. Og svo næsti sunnu-
dagur með altarisgöngu; hann var engu betri. Aldrei síð-
an hef jeg, sem betur fer, tekið þátt í þessu athæfi, að
jeta líkama Krists og drekka hans hlóð . . . Þar með var
þó þjáníngunni ekki lokið, því í skólanum tók ekki hetra
við, Liskós bók lesin, hara kverið í enn stærra stíl. Það