Skírnir - 01.01.1958, Page 27
Skímir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
25
er leiðinlegasta bókin, sem jeg hef átt að lesa, og svo vit-
laus. Er nokkuð vit í því t. d. að greina „alvís“ og „al-
vitur“, um eiginlegleika guðs. Jeg skildi aldrei þann mun,
að öllu öðru ótöldu. Safn F. X, 17—18.
Liskósbók, sem Finnur minnist á í því, sem haft er eftir
honum hér að framan, er Hin postullega trúarjátning eftir
F. G. Lisco, Rvk. 1873. Ég fletti að gamni upp í þeirri bók til
þess að vita, hvort hér væri um misminni Finns að ræða
eður ei. Skal ég nú láta bókina bera sjálfri sér vitni. I Liskós-
bók, bls. 35, stendur: „Guð er alvís, þ. e. hann veit allt, hans
vitund nær yfir allt“. Á bls. 37 í sömu bók stendur: „Guð er
alvitur, þ. e. hann hefur hinn æzta og bezta tilgang í öllu,
sem hann gjörir“. 1 kafla þeim, sem hér um ræðir, er upp-
talning á eiginleikum guðs. Ég get ekki láð Finni, þótt hann
skildi þetta ekki. Merking orðsins álvitur er algerlega rang-
skýrð. Það er gert að siðferðilegu hugtaki, sem það hefir mér
vitanlega aldrei verið. Og hugtakaruglingur af þessu tæi átti
ekki greiða götu inn í höfuð Finns Jónssonar.
Trúleysi Finns Jónssonar fellst í faðma við erlendar stefn-
ur, sem þá voru ofarlega á baugi. Og sé það fjarri mér að
bera brigður á það, að Finnur hafi orðið fyrir áhrifum frá
samtíð sinni, en ég tel rétt og skylt að benda jafnframt á, að
heimspekilegar vangaveltur voru honum fjarri skapi. Aldrei
segist hann hafa skilið orð í heimspeki kennara síns í þeim
fræðum og bætir við: „ .. . enda á jeg bágt með að skilja
þess konar fræði yfir höfuð“. (Safn F. X, 40). Og eftir heim-
spekiprófið segist hann aldrei hafa litið í fílósófíska bók (bls.
41). Ég hygg, að trúleysi Finns og skortur hans á listrænum
hæfileikum sé hvort tveggja af sömu rótum runnið. Hvort
tveggja stafar af því, að hann virðist hafa haft mjög tak-
markað ímyndunarafl og verið sneyddur allri dulhyggju. Trú-
leysi hans á því miklu dýpri rætur en margra þeirra, sem
hafna feðratrú sinni af heimspekilegum ástæðum.1)
J) Sumum kann ef til vill að þykja undarlegt, að Finnur skyldi leggja
út í að gefa út jafnkristilega bók og Passíusálmana. Óbeint segir hann í
formála, að hann hafi ekki gert þetta af trúarlegum ástæðum. Niðurlags-
obð fonnálans eru þessi: