Skírnir - 01.01.1958, Side 28
26
Halldór Halldórsson
Skírnir
Finnur Jónsson er næsta fáorður um heimilislíf sitt i ævi-
sögu sinni. Hann kvæntist 7. nóv. 1885 danskri konu, Emmu
Heraczek, dóttur J. S. Heraczeks, hirðvopnasmiðs í Kaup-
mannahöfn. Yar hún komin af tékkneskum ættum. Finnur
minnist konu sinnar nokkrum sinnum í ævisögunni og ber hana
miklu lofi. Þau eignuðust einn son, Jón, er síðar gerðist kaup-
maður í Óðinsvéum. Finnur ferðaðist mikið, einkum til Nor-
egs, en einnig til Þýzkalands og Islands. Tók hann stundum
fjölskylduna með í þessi ferðalög. Fjárhagur Finns var víst
lengst af sómasamlegur, enda fór hann vel með fé sitt. Hann
var hinn mesti hófsmaður um áfengisnautn, en hafði þó gam-
an af að sitja við glas, að því er skáldið Þorsteinn Erlingsson
segir í grein um hann í Óðni 1907. En Finnur var hatrammur
andstæðingur bannlaganna. Minnist hann á þetta tvisvar í
sambandi við komu sína til Akureyrar. Eins og áður er sagt,
bauð Finnur sig fram til þings nyrðra 1904. Um dvöl sína
á Akureyri segist honum svo:
Á Akureyri vorum við hjá hinum ágæta veitínga-
manni Vigfúsi og leið þar ágætlega. Því miður var hót-
ellið lagt niður, þegar hin illræmdu bannlög komust í
fult gildi. Það var mikil skömm að svo fór. Safn F. X, 125.
Síðar minnist Finnur á Vigfús vert og bannlögin á þessa leið:
Nú er hótelið ekki lengur til, varð að leggjast niður,
þegar hið ógæfusamlega og vitlausa ölfángabann lagðist
einsog mara yfir landið. Það var synd og mein, að sú vit-
leysa dundi yfir landið, hefur gert ótrúlega mikinn skaða
og ekkert gott. Safn F. X, 138.
Tvö orð hefir Finnur Jónsson mjög á hraðbergi. Það eru
orðin „krítískur“ og „hugsanréttur“. Síðara orðið mun vera
þýðing hans á „logisk“. Þetta tvennt vildi hann vera. 1 því
er fólginn bæði styrkur hans og veikleiki hæði sem manns og
vísindamanns. „Kritik“ hans var eins og “kritik“ dauðlegra
Að síðustu skal þess getið, að jeg hef fengist við passíusálma sjera Hall-
grims — og annars önnur kvæði hans —, af því að þeir eru hið helsta
ritverk vort frá þeim tímum, bæði fyrir skáldskapar og málfæris sakir.
Þessi athugasemd væri óþörf, ef Finni hefði ekki dottið í hug, að einhver
kynni að ætla, að útgáfan væri af öðrum hvötum runnin en hann skýrir frá.