Skírnir - 01.01.1958, Síða 29
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
27
manna oft á tíðum hæpin, og hann fékkst oft við viðfangs-
efni, þar sem gagnrýni og rökfræði varð ekki við komið, en
hann skildi ekki, að fleiri sjónarmið gætu komið til greina.
Finnur vissi um takmarkanir sínar. Hann hælir sér af full-
komnum skorti á hugmyndaflugi. Það er eins og hann renni
ekki grun í, að frjótt ímyndunarafl geti verið vísindamann-
inum styrkur. Finnur hefir lýst sjálfum sér af fullkominni
hreinskilni, og vil ég tilfæra hér nokkuð af þeirri lýsingu:
Jeg hef eða þykist hafa verið alveg laus við að fram-
setja getgátuskoðanir (hypotesur) og hef altaf haldið
mjer við það, sem handrit og heimildir gefa, og þó með
nauðsynlegri krítík. Krítík hefur gengið sem „rauður
þráður“ um alt mitt starf. Þess vegna hef jeg ætíð barist
ámóti staðlausum tilgátinn og hugmyndaflugi, sem svíf-
ur í loftinu milli annara skýja, og ef til vill ekki tylla
nema minstu tá á jörðunni. Því miður eru sumir menn
gjarnir á að fleygja fram þesskonar loftskoðunum, og
gleypa þá sumir menn við þeim sem nýjum hugvits-
sömum kenníngum, kenníngum sem hjaðna undir eins
og heilbrigð skynsemi andar á þær. . . . Það er heilbrigð
skynsemi, sem jeg legg mesta áherslu á í öllu vísindalífi.
En þar vill því miður oft bresta á. Og svo auðvitað veru-
leg þekkíng á öllu því sem til heyrir hverri vísindagrein.
Auðvitað þarf t. d. hver, sem vill eiga við vísnaskýríngar,
að vera fullkomlega vel að sér í málinu, og ekki aðeins
skáldamálinu sjálfu, heldur og málinu yfirhöfuð. Annars
verður alt vitlaust, einsog því miður nokkur dæmi sýna
og sanna. Danir eru yfir höfuð ágætir vísindamenn og
lausir við þann annmarka að vera í skýjunum, og því eru
vísindaleg afrek þeirra svo staðgóð. Norðmenn líkjast
þeim mjög, þó koma þar fyrir menn, sem eru fullir af
öfgum og láta ekki skynsemina ráða, en þeir eru, sem
betur fer, fáir. Meðal Svía eru margir eða flestir ágætir
skynsemismenn. En hjá þeim ber þó einna mest á há-
fleygismönnum, og svo hefur verið alla leið frá Rudbecks
tímum. Og enn eru meðal þeirra nokkrir sem ekki hafa
vald á sálu sinni, en láta hana flögra botnlaust og stað-