Skírnir - 01.01.1958, Page 33
Skímir
íslenzk mállýzkulandafræði
31
málfar, sem er greinilega markað frá málfari grannbyggð-
anna, þrátt fyrir þann skyldleika sem sameinar þá“. Ef þessu
er fylgt, þarf ekki að efast um, að mállýzkur eru til á Islandi.9
Kjósum við hins vegar skilgreiningu Elofs Hellquists á mál-
lýzku: „satt att tala, som kánnetecknar ett visst . . . omráde
... el. vissa grupper av mánniskor och som avviker frán det
allmánt antagna riksspráket“10 — þá fullnægir ástand ís-
lenzkunnar ekki síðasta lið skilgreiningarinnar, þar sem ís-
lenzk tunga er einmitt án þeirrar andstæðu milli ríkismáls
og alþýðiunáls, sem blasir annars venjulega við i Evrópu.
„Island ist nicht nur tatsáchlich, sondem es ist auch gmnd-
sátzlich ohne Mundarten", skrifar Hans Kuhn í grein sinni
„Die sprachliche Einheit Islands“ (1935, bls. 24). „Denn es
fehlt nicht nur an grösseren Unterschieden in der Volks-
sprache der einzelnen Landesteile, sondern es fehlt auch voll-
stándig der Gegensatz zwischen Mundart und Schriftsprache“
(bls.23).
Það er hins vegar augljóst, að unnt er að tala um mál-
lýzkur — bæði í daglegu og vísindalegu tali — enda þótt ekki
sé um samsvarandi ríkismál eða samræmt ritmál að ræða.
Þannig er t. d. háttað um Lappamálið. Málsögufræðingar telja
það einnig nú á dögum sem sjálfsagðan hlut, að mállýzk-
urnar séu eldri en ríkismálin.11
Auðvitað er hægt að takmarka ágreininginn um það, hvort
mállýzkur séu til á íslandi, við skilgreininguna: „Hvað er
mállýzka?“ Þó er höfuðatriðið, að íslenzka talmálið sýnir
glögg landfræðileg tilbrigði, sem norrænu málvísindin hafa
áhuga á og bezt er að kynna sér með aðferðum mállýzku-
landafræðinnar. Meðal mállýzkufræðinga mun nú einnig al-
mennt vera lögð sú sama víða merking í orðið mállýzka eins
og Marouzeau gerir í fyrmefndri skilgreiningu.
Mállýzkumunurinn á íslandi er vissulega ákaflega miklu
minni en til dæmis í Noregi og Svíþjóð. En „sannleikurinn
er sá, að hér er eingöngu um að ræða mikinn stigmun, en
ekki eðlismun, þegar islenzk tunga er borin saman við önn-
ur mál“.12