Skírnir - 01.01.1958, Page 35
Skímir
Islenzk mállýzkulandafræði
33
Að þvi er ég bezt veit, hafa fram að þessu aðeins tveir
íslenzkir mállýzkuuppdrættir birzt á prenti. Annar birtir þá
ringulreið, er ríkir meðal skólabarna, á e og i, og er hann
saminn af Aðalsteini Sigmundssyni (1935, bls. 40); hinn sýn-
ir framburðinn á fornu hw- í framstöðu, og er hann eftir
Björn Guðfinnsson (1949, bls. 357). Ég hef heldur ekki rek-
izt á orð í íslenzkum málfræðiritum yfir hugtökin sprákgeo-
grafi, dialektgeografi og dialektkarta, þótt ekki væri erfið-
leikum bundið að skapa slík orð með islenzkum orðstofnum:
mállandafrceði, mállýzkulandafræSi og mállýzkukort eða mál-
lýzkuuppdráttur.16 En vinnuaðferðin og mnfram allt tak-
markið með íslenzkum mállýzkurannsóknum eru oftast land-
fræðileg. Ekki er til nein íslenzk ritgerð, sem hægt væri að
líkja við sænskt sérrit (monografi), um eina einstaka mál-
lýzku.
Eftir útkomu rits Jóns Öfeigssonar, „Oversigt“, gerðist
Stefán Einarsson sumarið 1930 frumkvöðull að auknum mál-
lýzkulandfræðilegum rannsókmnn með athugunum sínum á
eðli mállýzkna á Austurlandi (í Skírni 1932). Stefán Einars-
son leitaðist fyrst og fremst við að gera nánari grein fyrir
hljóðmörkunum (isofoner) á ákveðnum, mikilvægmn fram-
burðarmun í fæðingarhéraði sinu. Með blýant og blað skrá-
setti hann eftir daglegu (spontant) tali á svipaðan hátt og
oft er gert í Svíþjóð. En hann flokkaði ekki efni sitt, eins og
við erum vanir að gera, eingöngu eftir hreppum, heldur fyrst
og fremst — þetta á einkum við skrásetningarnar frá Fljóts-
dalshéraði — eftir bæjrun og heimildarmönnum og vann síð-
an úr því að nokkru leyti tölfræðilega (statistiskt). Stefán
Einarsson batt sig ekki eingöngu við heimildarmenn, sem
voru barnfæddir í héraði, heldur ritaði niður bæði eftir að-
komufólki og börnum þess, en ávallt sýnir hann uppruna
heimildamanna sinna.
Samkvæmt alkunnri mállýzkulandfræðilegri aðferð tengir
Stefán Einarsson þau mállýzkumörk, sem hann fann, við þjóð-
félagslegar og sögulegar orsakir, einkum við fólksflutninga,
giftingar og verzlunarleiðir. Mjög athyglisverð er sú skoðun
hans, að mállýzkumörk nútímaíslenzkunnar hafi tekið að þró-
3