Skírnir - 01.01.1958, Page 37
Skímir
Islenzk mállýzkulandafræði
35
bæði hvað snertir festu í vinnuaðferðum og magn þess efnis,
sem hann dró að. Skrásetningar hans úr íslenzku talmáli ná
yfir hvorki meira né minna en 10000 heimildarmenn eða
12. hvern Islending. Fyrst og fremst var rannsakaður fram-
burður skólabarna á aldrinum 10—13 ára og úrlausnum
raðað tölfræðilega eftir skólahverfum.
Það mundi tefja rnn of að nefna einstaka þætti í þeim að-
ferðum, sem Björn Guðfinnsson beitti, en þær koma sænsk-
um málvísindamanni að sumu leyti á óvart. Hann notar með-
al aimars ákveðna texta til réttritunar til að komast að fram-
burði bamanna. Það er einkennandi fyrir þetta verk, að meðal
erlendra heimildarrita þess er eingöngu nefnd ein bók, sem
fjallar um mállýzkur, meðal fjölda rita um hljóðsögu og
tilraunahljóðfræði.
Það er samt augljóst — bæði vegna þess, að fjórar mismun-
andi aðferðir eru notaðar samhliða og vegna framúrskarandi
efnisauðlegðar — að niðurstöður Björns Guðfinnssonar hafa
mikið gildi fyrir þekkingu á íslenzku talmáli við upphaf 5.
tugs aldarinnar. Með því að skilja að ýmsa aldurshópa heim-
ildarmannanna í rannsóknum sínum fær Björn Guðfinnsson
einnig tækifæri til að draga ýmsar hljóðsögufræðilegar álykt-
anir af efni sínu.
„Mállýzkur 1“ valda tímamótum í íslenzkum mállýzku-
rannsóknum.
Bjöm Guðfinnsson fékkst eingöngu við hljóðfræði i mál-
lýzkuathugunum sínum. „Lítill munur er nú á merking-
um orða víðs vegar um land“, ritaði hann (1946, bls. 80).
„Framburðurinn tók hins vegar meiri breytingum, og þar
mynduðust greinilegar mállýzkur“.
Það er samt vel þekkt fyrirbæri í mállýzkulandafræðinni,
að hljóðmörk (isofoner) mynda yfirleitt gleggri skil en orða-
og merkingarmörk (isolexer og isosemer), og er þvi auðveld-
ara að leggja þau til grundvallar fyrir mállýzkugreiningu.
Þegar ég dvaldist á Islandi siunarið 1954, fyrst í Homafirði
og síðar við Mývatn, gaf ég því gaum, að menn í þessum
tveim sveitum (eða að minnsta kosti á þeim tveim bæjum,
þar sem ég bjó) notuðu að nokkru önnur orð yfir sömu hug-