Skírnir - 01.01.1958, Síða 38
36
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
tök við heyskapinn. 1 rauninni mun það vera vel kunn og
sjálfsögð staðreynd lærðum Islendingum, að mörg íslenzk orð,
eins og Árna Magnússyni var þegar ljóst, hafa sérstæða út-
breiðslu eða að sama orð hefur mismunandi merkingar í
ýmsum héruðum landsins, þótt þeir hafi ekki frekar hug-
leitt gildi fyrirbærisins frá mállýzkulandfræðilegu sjónarmiði.
Erlendum mállýzkufræðingum hefur verið kunnugt um
þetta rannsóknarsvið.19 Og af íslendinga hálfu hvatti Halldór
Halldórsson 1943 til íslenzkra rannsókna á orðum og merk-
ingum þeirra frá landfræðilegum sjónarhóli: „Þessi landa-
fræði orða og merkinga er skemmtilegt viðfangsefni, sem lít-
ið hefir verið sinnt, en þyrfti að rannsaka, því að hætta er á,
að munur þessi fari að forgörðum með bættum samgöngum,
aukinni skólasókn og útvarpsmælgi. Yrði þvi að gera hráða-
bug að rannsókn þessa máls“.20
Jón Aðalsteinn Jónsson, sem starfaði námsárið 1950—51
sem íslenzkur sendikennari í Uppsölum, er annar Islendingur,
sem hefur að ráði gefið sig að slíkum rannsóknum. 1 grein
einni í „Afmæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar“ (1953)
segir hann frá því, að hann hafi við yfirferð á orðabók Sig-
fúsar Blöndals fundið hvorki meira né minna en 800 orð,
sem talin eru eingöngu bundin við Vestur-Skaftafellssýslu. Af
þessum orðum valdi Jón Aðalsteinn um það bil 100 orð, þau
sem eru einna kunnust í sýslunni nú á dögum, og kannaði
með fyrirspurnum, að hve miklu leyti þau væru kunn innan-
héraðsmönnum í Rangárvalla- og Árnessýslu. Eins og fyrir-
rennara hans er háttur í íslenzkri mállýzkufræði, flokkar
Jón Aðalsteinn efni sitt á tölfræðilegan hátt og sannar, að
í raun og veru sé rétt að tala um sérstakan skaftfellskan orða-
forða, sem smám saman minnkar eftir þvi sem vestar dregur.
Jón Aðalsteinn álítur sér þess vegna fært að fullyrða, að
„mállýzkur eru til hér á landi í orðaforða manna ekki síður
en í framburði og það á miklu þrengra svæði en ætla mætti
að órannsökuðu máli“ (1953, bls. 148).