Skírnir - 01.01.1958, Síða 39
Skírnir
Islenzk mállýzkulandafræði
37
3.
Að því er virðist, greinir íslenzka mállýzkufræðin sig að
verulegu leyti frá sænskum — og yfirleitt frá skandinavisk-
um — rannsóknum á alþýðumáli. Munurinn á vinnuaðferð-
um er ef til vill að nokkru leyti fólginn í skammri reynslu
Islendinga á þessu sviði og þekkingarleysi þeirra á evrópskri
mállýzkufræði. Hvað Bjöm Guðfinnsson snertir, bætist reynd-
ar við það markmið hans að samræma framburðinn.
Ég ætla, að munurinn á sjálfum forsendunum, hinum mál-
lega efnivið, skipti samt verulegu máli. f Svíþjóð gemm við
ráð fyrir fornum og að mestu leyti heilsteyptum og vel að-
skildum mállýzkum, sem við getum sett á skrár og uppdrætti
með því að leggja spurningar fyrir innfædda menn, sem tala
gamlar mállýzkur. Hins vegar er mállýzkumunurinn á fs-
landi miklu minni, sem fyrr segir, og málfarið á meiri hreyf-
ingu.
„Slíkur sammni tvenns konar framburðar á allstóru svæði“,
segir Björn Guðfinnsson um fyrrnefnd blendingssvæði (1947,
bls. 17), „er einkennandi fyrir nálega allar mállýzkur hér á
landi. Viða erlendis er þessu ekki þann veg farið, t. d. í Nor-
egi, þar sem mállýzkumörk em oft mjög skörp“.
Þessi mismunur á skerpu þeirra mállýzkumarka, sem at-
huguð em, hvílir að sumu leyti á þeim mun á reglum, sem
hefur verið beitt við val heimildarmanna á íslandi og í
Skandinavíu. En þar að auki sýna þær örugglega einnig mál-
lýzkulandfræðilega staðreynd.
Ég tel þess vegna, að við Svíar getum lært töluvert af ís-
lendingum, ekki í þágu mállýzkurannsókna í gamalli merk-
ingu, þ. e. í rannsóknum á sveitamálum, heldur í þágu at-
hugana, er varða talmál nútímasænsku — hvort sem það er
nefnt bæjamál eða rikismál í sveitum — sem hafa dafnað
síðustu tvo áratugi, en hafa enn ekki náð þroska í spumar-
aðferðum, vali heimildarmanna og tölfræðilegri úrvinnslu
efniviðar.
Á hinn bóginn geta fslendingar einnig lært töluvert af okk-
ur — og af mállýzkulandafræði á meginlandi Evrópu. Mér