Skírnir - 01.01.1958, Page 41
Skírnir
íslenzk mállýzkulandafræði
39
landafræði, sem beinist að málsögunni, virðast vera sérlega
hagstæðar á Islandi, enda er íslenzkan á margan hátt horn-
steinninn í mállandafræði Norðurlanda.
4.
Auk kortasafns af íslenzkum mállýzkum, sem byggðist á al-
kunnri gerð frá meginlandi Evrópu, bjóðast einnig aðrir kostir.
Hinar litlu mállýzkuandstæður og hin óskörpu mörk innan
islenzkunnar eru vel fallin til slíkra tölfræðilegra kortagerða,
sem stungið hefur verið upp á í Bandaríkjunum og Skotlandi
á síðustu árum.21 Ekki sízt á þetta við þann efnivið, sem
Björn Guðfinnsson safnaði (t. d. 1946, bls. 206 o. áfr., og 1949,
bls. 358 o. áfr.). Án þess að beita tölfræðilegu aðferðinni út
í æsar hef ég samið með hliðsjón af ritum Björns Guðfinns-
sonar — einkum „Breytingum á framburði og stafsetningu“ —
tvö yfirlitskort yfir nokkur lielztu fyrírbærin í íslenzkri hljóð-
landafræði.
Hið fyrra sýnir þrjár kunnar nýjungar. Meðal þeirra
gefur kv-framburSurinn og linmœliS til kynna slík samfelld
útbreiðslusvæði, sem talin eru einkennandi fyrir nýjungar.
Fyrra fyrirbærið hefur þyngdarpunkt sinn á Norðurlandi og
hið síðara á Suðurlandi. Á Vesturlandi (að meðtöldum Vest-
fjörðum) eru þau bæði í almætti sínum nema í Borgarfjarð-
arsýslu og eystri hluta Mýrasýslu, sem Björn Guðfinnsson
telur til blendingssvæða milli kv- og /zu-framburðar. Aftur á
móti hefur hvorug nýjungin náð algerum yfirtökum á Aust-
urlandi, heldur telst þessi landshluti blendingssvæði þessara
beggja fyrirbrigða. Við það er að athuga, að hinn fomlegri
/zu-framburður ræður enn ríkjum í syðstu byggðum Austur-
lands, og harðmælið drottnar enn í nyrzta hreppnum.
Ef til vill væri kleift að álykta af uppdrættinum — svo
framarlega sem vikið sé til hliðar um stundarsakir stað-
reyndum almennrar sögu og málsögu — að Vesturland væri
sá miðdepill, sem þessi bæði kortlögðu fyrirbrigði hefðu dreifzt
frá, annars vegar í norður og austur, hins vegar í suður og