Skírnir - 01.01.1958, Page 42
40
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
austur. Slík skýring á uppdrættinum væri samt byggð á
sandi, þar sem óskýrðar yrðu þær einkennilegu kringum-
stæður, að Æw-framburðurinn og linmæliS skyldu þá einmitt
hafa borizt gagnstæðar leiðir frá hinu ímyndaða miðsvæði
þessara nýjunga í staðinn fyrir, að þær hefðu báðar dreifzt
í fullu samræmi hvor við aðra. Það er þess vegna eðlilegra
að reikna með aðgreindum útbreiðslumiðjum eða kjarnsvæð-
um fyrir báðar nýjungarnar, eins og skýringin á næsta upp-
drætti sýnir.
Til aðgreiningar frá þessum fyrrgreindu fyrirbærum birt-
ist nýjungin flámœli — þ. e. samruni löngu sérhljóðanna i
og e í orðum eins og viSur og véSur og u og ó' í orðum eins og
mun og mön — án landfræðilegs samhengis á fjarlægum stöð-
um á Islandi. Sennilega hefur flámæli — eins og Stefán Ein-
arsson bendir á (1936, bls. 193 og 196) — náð til slíks stað-
ar sem fiskibæjarins Siglufjarðar með fjardreifingu (fjarr-
spridning) beint frá Suðumesjum og byggðunum umhverfis
Reykjavík. Hins vegar væri ósennilegri slík ætlun um hinar
einangmðu sveitir, sem hafa fomlegt málfar, í Homafirði og
Lóni í Austur-Skaftafellssýslu og nærliggjandi hémð Suður-
Múlasýslu (sveitimar fyrir suðvestan Djúpavog).
Við verðum því að gera ráð fyrir, að flámælissvæðin hafi
myndazt óháð hvert öðru víðs vegar um fsland. Hljóðfræði-
lega er samruni hinna náskyldu sérhljóða íslenzkunnar [i]-
[e] og [v]-[ö] auðskilinn, og samsvarandi breytingar em til
annars staðar á Norðurlöndum, til dæmis falla saman langt
[e] og [e] í meta og máta o. s. frv. og stutt [u+ ] og [oe] í
lugn og lögn o. s. frv. í nútímamállýzku í Stokkhólmi. Hvað
snertir [x] -hljóðið í íslenzkunni bætast við þrengslin í sér-
Uppdráttur I. Þrjár nýjungar í íslenzkum frambur'Si.
1 kv-framburtkir (smbr. bls. 30); 2 linmœli (bls. 30); 3 flámæli (bls. 40).
— Brotin lína táknar blendingssvæðin. Þar sem svæði hafa þétta þríhyrn-
inga, er flámæli almennt eða mjög venjulegt; hins vegar er það ekki eins
vanalegt, þar sem þrihyrningarnir liggja dreifðari. Strikuðu línurnar
marka fjóra fjórðunga landsins samkvæmt skiptingu Stefáns Einarssonar
(1942, bls. 38 og 46, og 1952, bls. 164). Þessi skipting fellur ekki alveg
saman við forna skiptingu landsins í fjórðunga.