Skírnir - 01.01.1958, Side 45
Skírnir
íslenzk mállýzkulandafræði
41
hljóðaröðinni [e]-[i]—[i]; sem dæmi um síðasta sérhljóðið
má nefna orðið vi'Sur.22
Uppruni flámælis á Suðvesturlandi á sennilega rætur að
rekja til þeirrar mállýzkublöndunar — og óvissunnar í mál-
vitundinni, sem leiðir af henni — sem hæglega nær fótfestu
í héruðum, þar sem aðstreymi fólks er mikið. Það er tákn-
rænt, að flámælið er líka venjulegt í íslenzkunni fyrir vest-
an haf.23 Þróunin í íslenzku höfuðborginni og umhverfi henn-
ar er hliðstæð að þessu leyti þróuninni í byggðarlögum Stokk-
hólmsborgar, eins og Marius Kristensen hefur þegar bent á
(1924, bls. 299). Hins vegar nægir ekki þessi skýring á hinu
fámenna flámælissvæði á Suðausturlandi. En hér eru önnur
öfl að verki. Tvíhljóðsmyndun œ > [ai] er ekki upprunaleg
á Austurlandi, heldur barst þangað á 17. öld frá öðrum lands-
hlutum (smbr. bls. 44 hér á eftir). Austfirðingar hljóta ein-
hvem tíma að hafa greint í sundur löngu hljóðin æ og e í til
dæmis væSur og véSur með ólíkum framburði einhljóð-
anna, sennilega [e] og [e] ,24 Á þann hátt mynduðust í hinni
sérlega þröngu sérhljóðaröð [e]—[e]—[i]—[i], sem sjá má í
orðunum væSur — véSur — viSur — víSur, óvenjulega hagstæðar
forsendur fyrir sammna tveggja hljóða.
Hinn uppdrátturinn sýnir útbreiðslu sjö tegunda forns
framburSar, en af þeim samsvara tvær, nr. 2 og 5, nýjung-
unum 2 og 1 hvorri um sig á korti I. Þrjár þeirra em norð-
lenzkar með kjama í Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjar-
sýslu. Aðrar þrjár em sunnlenzkar með þyngdarpunkt í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Á Vesturlandi hafa þessi sex fornu hljóð-
fyrirbrigði nærri algerlega horfið. Eingöngu verður vart við
Uppdráttur II. Sjö tegundir forns íslenzks framburSar.
Þessi fyrirbrigði eru flokkuð í þrjá hópa eftir landfræðilegri útbreiðslu
þeirra. VestfjarSamállýzka: 1 einhljóð á undan ng og nk. NorSlenzkar
mállýzkur: 2 harSmœli (bls. 30); 3 rödduð l, m, n undan p, t, k; 4 g bor-
ið fram í sambandinu ngl, t. d. í hringla. Sunnlenzkar mállýzkur: 5 hv-
framburSur (bls. 30); 6 rn, rl án á-innskots (bls. 34); 7 einhljóð á undan
gömlu gi. ■— Brotin lína táknar blendingssvæðin. Þegar svæðin hafa þétta
hringa, eru þessi kortlögðu fyrirbæri almenn eða mjög algeng; en hins
vegar eru þessi fyrirbæri óvanalegri, þegar hringarnir liggja dreifðari.