Skírnir - 01.01.1958, Page 46
42
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
blendingssvæði At’-framburðarins í suðausturhlutanum. Á
Austurlandi koma hins vegar í ljós fimm þeirra, en ekkert
þeirra breiðir sig yfir allan þennan landshluta, heldur birt-
ast þau hér öll að meira eða minna leyti með einkennum
fyrirhrigða blendingssvæða, á undanhaldi fyrir þeim nýjung-
um, sem þrengja sér fram annars vegar úr suðri og hins vegar
úr norðri. Einstakur í sinni röð er forni framburðurinn, sem
varðveitt hefur stuttan sérhljóða á undan ng og nk, með
miðpunkt í Norður-lsafjarðarsýslu.
Kort II gefur í fljótu hragði þá hugmynd, að miðja hinna
mállegu nýjunga á íslandi liggi innan alhvíta svæðisins á
Vesturlandi. En þá verðum við að reikna með því, að hinar
sjö mismunandi nýjungar í hljóðfræðinni, sem hafa vikið til
hliðar hinum sjö kortlögðu fyrirbrigðum hins forna fram-
burðar, hafi mætt mótspyrnu af óþekktum orsökum í mjög
fjarlægum dreifingarstefnum, nefnilega sumpart í norðvestri,
sumpart í norðaustri og sumpart í suðaustri. Þar að auki sýna
innri byggðir Vesturlands, einkum Dalasýsla, Mýrasýsla og
Borgarfjarðarsýsla, ekki heldur það samband nýs og foms
framburðar, sem einkennir að venju mállýzkulandfræðileg
kjamsvæði. Sérkennilegasta kjarnsvæðið á íslandi er hins
vegar í miðsveitum Norðurlands, í Eyjafjarðarsýslu og nær-
liggjandi héruðum. Á þessu svæði hvílir þyngdarpunkturinn
fyrir þrjú norðlenzk fyrirhrigði hins forna framburðar á upp-
drætti II, en samsvarandi sunnlenzkar nýjungar sækja á bæði
úr vestri og austri. Og á gagnstæðan hátt getum við réttilega
leitað hér að gamalli nýjungamiðju þeirra hljóðfyrirbæra,
sem í nútímaíslenzku mæta áköfustu andspyrnu handan við
hinar miklu óbyggðir öræfanna og Vatnajökul, þ. e. í Austur-
Skaftafellssýslu.
Það er ekki eins auðvelt að greina kjarnsvæði sunnan-
lands. Bæði hinn mállýzkulandfræðilegi og almennlandfræði-
legi uppdráttur mælir í mót þeirri skoðun, að nýjungamar
linmæli og órödduð l, m, n undan p, t, k eigi upphaf sitt í hin-
um einangruðu og austlægustu sveitum Suðurlands.
Bæði kortin leyfa okkur að miklu leyti að draga þá álykt-
un, að mállýzkulegar nýjungar í framburði nútímaíslenzk-