Skírnir - 01.01.1958, Síða 48
44
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
um við ekki eingöngu athygli slíkum fyrirbærum, sem greina
sundur mállýzkur nú á tímum. Frá sögulegu og landfræði-
legu sjónarmiði má deila nýjungum framburðarins í þrjá
hópa: 1) nýjungar, sem eru um þessar mundir almennar í
íslenzkunni, 2) nýjungar, sem eru nú svæðisbundnar, þ. e.
greina sundur mállýzkur, og 3) nýjungar, sem hafa nú aftur
horfið úr íslenzkunni.
Þá kemur í ljós, að slík fyrirbrigði, sem teljast til 1. flokks,
hafa venjulega myndast þegar á miðöldum, enda þótt nokk-
ur þeirra hafi ekki náð útbreiðslu um allt ísland fyrr en síðar.
Dæmi um tiltölulega ungar nýjungar í 1. flokknum eru af-
kringingin af y>i (og ey>ei), tvihljóðsmyndanirnar é>ie
og æ>ai og hljóðdvalarbreytingin, sem felur í sér, að hinn
forni munur á löngu og stuttu sérhljóði, t. d. i og í, var lát-
inn víkja fyrir mismuni á hljóðeðli, t. d. á milli [i] og [i].
Samkvæmt rannsóknum Jóhannesar L. L. Jóhannssonar,
sem byggðust á prentuðum íslenzkum fornhréfum í Diplo-
matarium Islandicum, hafa þessar fjórar fyrmefndu breyt-
ingar komið fyrst í ljós á Norðurlandi eða Vesturlandi og
fyrst síðar borizt til Austurlands.28 Bjöm K. Þórólfsson hend-
ir á, að þessi skilningur — a. m. k. hvað snertir hina tiltölu-
lega gömlu tvíhljóðsmyndun é>ie — á rætur að rekja til
sjónskekkju, sem stafar af því, að flest fornbréf 14. aldar hafa
varðveitzt frá Norðurlandi, en frá Austurlandi hafa geymzt
fá fornbréf jafnvel frá 15. öld.29 Á hinn bóginn gefur þetta
nokkuð til kynna um forystu Norðurlands í íslenzku menn-
ingarlífi við lok miðalda. Vegna skrásetninga Árna Magnús-
sonar og Jóns Ölafssonar á 18. öld vitum við að minnsta kosti,
að œ hafði varðveitzt á Austfjörðum og í Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu sem einhljóð enn á 17. öld.30 Og Eggert Ólafs-
son segir frá því við miðbik 18. aldar, að sumar sveitir á Aust-
urlandi og í Skaftafellssýslum haldi tryggð við sérkennileg
orð og talshætti. Alþýðumálið á Austfjörðum hafði áherzlur
og hljómhlæ, sem minnti á þann norska (= tvíkvæðan hreim
[grav accent] eða varðveizlu fomra, stuttra atkvæða?), og
þar var v í framstöðu enn borið fram sem [w], til dæmis í
orðinu vestur.31