Skírnir - 01.01.1958, Page 49
Skímir
Islenzk mállýzkulandafræði
45
Hinn flokkur nýjunga geymir að minnsta kosti þrjú fyrir-
bæri, sem hafa myndazt á miðöldum, nefnilega (lengingu
og) tvíhljóðsmyndun sérhljóðs undan ng og nk, tvíhljóðs-
myndun sérhljóðs undan gömlu gi og breytingarnar rn, rl
>ddn, ddl. Þessi mállýzkudrög koma einnig fyrst fram á
Norðurlandi að ætlun Jóhannesar L. L. Jóhannssonar.32 Ný-
breytnin hv > kv lætur hins vegar ekki að sér kveða fyrr
en á nýju öldinni á Norðurlandi eða Norðvesturlandi.33
Og linmælis verður ekki vart lengra aftur í tímann en um
aldamótin 1800 á Suðurlandi.34 Ef ekki er höfð í huga tvi-
hljóðsmyndunin undan ng og nk, hefur engin fyrrnefndra
nýjunga í öðrum flokki borið algerlega hærri hlut í framburði
nútímaíslenzku í austurhluta landsins.35
Með því að slá vamagla fyrir óvissunni um málfræðilegar
tímasetningar og staðarákvarðanir hljóðbreytinga hjá Jóhann-
esi L. L. Jóhannssyni og Birni K. Þórólfssyni, styrkir sögu-
leg athugun þannig vitnisburð uppdráttanna um eitt aðal-
kjarnsvæði og nýjungamiðju á Norðurlandi fyrir allt Island.
Þyngdarpunktur þess virðist þó hafa legið nokkm vestar en
uppdráttur II sýnir. „För den islándska kyrkan spelade under
den katolska tiden Nordlandsfjárdingens vástligare del en .. .
synnerligen viktig roll. Av landets tvá biskopssáten fanns hár
det ena, pá Hólar. Av landets sex munkkloster . . . och tvá
nunnekloster fanns hár hálften, tre munkkloster (Þingeyrar,
Munkaþverá, Möðruvellir) och ett nunnekloster (Reynistað-
ur). Pá biskopssátet och i munkklostren har sannolikt flertalet
práster fátt sin utbildning“, skrifar Jón Helgason og hyggur,
að breytingin gu-~>gvu- í orðinu guS hafi dreifzt þaðan um
Island.36 Aðrir vísindamenn hafa einnig haldið fram mikil-
vægi nyrðra biskupsstólsins fyrir þróun íslenzkunnar. Það
minnkaði heldur ekki á fyrstu öldunum eftir siðskiptin. Á
Hólum var starfrækt fyrsta og lengi eina prentverkið á Is-
landi.37
Söguleg athugun styður einnig þá skoðun, að Austurland
hafi tekið sérlega litinn þátt í íslenzkri mállandafræði. I greini-
legri andstöðu við Norðurland verður á vegi okkar í austri
mállýzkusvæði, sem hefur ekki getu til að bera fram eigin