Skírnir - 01.01.1958, Page 50
46
Karl-Hampus Dahlstedt
Stírnir
málþróun, en hörfar eftir langvarandi andspymu fyrir þeim
nýjungum, sem þrengja að úr vestri.
Hlutdeild Suðurlands og Vesturlands er margbrotnari í ís-
lenzkri mállandafræði. Ætlað er, að Vestfirðir séu sjálf-
stæðari en aðrir hlutar Vesturlands. Það er einnig augljóst,
að Suðvesturland með höfuðborginni Reykjavík hefur nú vem-
leg áhrif á þróun íslenzkrar tungu. Um það vitnar reyndar
meðal annars sókn linmælisins. „Linmælið er hvarvetna í
sókn, en harðmælið á undanhaldi“, segir Björn Guðfinnsson
(1947, bls. 18).
f 3. flokki nýjunga i framburði em loks slík fyrirbæri sem
breytingarnar rf >rb og // >lb á Norðurlandi og Vesturlandi,
ko~>kvo í vesturhluta Norðurlands, pn > ptn einnig norðan-
lands og vestan og a>[öy] eða eitthvað þess háttar á undan
ng á Austurlandi.38 f sumum dæmum virðist hér vera um að
ræða viðleitni í málinu, sem sigraði aðeins í einstökum orð-
um. í öðrum dæmum, eins og rb og Ib, höfum við hins veg-
ar reglubundnar hljóðbreytingar, sem á tiltölulega löngum
tíma hafa sett mark sitt á mállýzkusvæði, en hafa siðan orðið
að víkja fyrir öðrum framburði.
í þúsund ára sögu íslenzkrar tungu má telja víst, að mörg
ókunn fyrirbæri hafi stungið upp kollinum og horfið síðan
aftur. Um augljósasta sérkennið í íslenzkri málþróun — mál-
lýzkujöfnunina, festuna og hina traustu arfleifð — ber að
lokum vitni betur nokkrum orðum, að þessi fyrirbæri hafa
svo oft verið borin ofurliði og ekki getað fengið þrótt til að
skapa lífvænlegar mállýzkur.
6.
Þótt flestir nútímavísindamenn alþýðumáLa séu á einu
máli um, að mállýzkur séu til á íslandi, þá hljóta þeir um
leið að fullyrða, að klofningur íslenzkunnar í mállýzkur er
furðu lítill.
„Hér á landi ber minna á mállýzkum en vænta mætti,
þegar litið er til ytri aðstæðna“, ritar Björn Guðfinnsson