Skírnir - 01.01.1958, Síða 51
Skímir
Islenzk mállýzkulandafræði
47
(1946, bls. 80). Á Islandi er mikið um slíka samgöngutálma
frá náttúrunnar hendi — fjöll, öræfi, sandar, ófær fljót o. s.
frv. — sem samkvæmt hefðbundnum skilningi stuðla að
myndun mállýzkna, þótt ekki sé talað um að þeir skapi mál-
lýzkur. Á Skáni er alls ekki um slíkar aðstæður að ræða og
á Siljansvæðinu í Dölunum eru þær ekki svo áberandi sem
á Islandi. Samt er klofningurinn í mállýzkur í báðum þessum
sænsku héruðum langtum meiri, sérstaklega þegar tekið er til-
lit til, hve þau eru miklu minni að stærð. Þess vegna hljóta
sögulegir og þjóðfélagslegir þættir að hafa átt hlut að máli
á íslandi, og einkum að ég hygg þessir þrír: einkenni Islands
sem norrænnar nýbyggðar, Alþingi og lestrarkunnátta.
Réttilega höfum við vanizt þeirri hugmynd að telja íslenzk-
una latínu Norðurlanda, og höfum þá einkum í huga hið
klassíska og aldna fornmál, en einnig hið tæra og hefðbundna
nútímamál. Ef íslenzkan er athuguð úr mikilli sögulegri og
landfræðilegri fjarlægð, er hún aftur á móti vestnorrænt mál
landnámsbyggðar. Einkennandi fyrir mál landnámsbyggða er
blöndun mállýzknanna hjá fyrstu ættliðum landnámsmanna
og síðan skjótur samdráttur, er greiðir götu sérstaks heildar-
málfars á stórum svæðrnn. Slík hefur málþróunin verið í gömlu
austurþýzku landnámsbyggðunum, í enskumælandi héruðum
Norður-Ameríku, í fjallabænum Röros í Noregi og í sænsku
Lappahéruðunum, er byggðust á 17. og 18. öld.39
Sú mállýzkujöfnun, sem átti sér með vissu stað á Xslandi
á landnámstímanum og fyrri hluta sögualdar, þ. e. frá því
um 874 fram til ársins 1000, hlýtur nauðsynlega að hafa haft
að sumu leyti í för með sér rof á málerfðinni, brottfall gam-
alla orða og forns framburðar. Þótt Norðmenn frá Vestur-
Noregi hafi — að því er bezt verður vitað — verið þorri
landnámsmanna, þá komu landnemarnir samt víða að úr
Noregi og Norðurlöndum sem og frá víkingabyggðum vestan
um haf. Til dæmis eru nefndir 51 landnámsmaður í „Land-
námabók11 frá Hálogalandi, frá málsvæði þrænzkunnar
(Þrændalögum, Norðmæri og Raumsdal) 70 og frá Vestur-
landinu (frá Sunnmæri til Rýgjafylkis) 237. Við þetta bæt-
ist, að hið viðáttumikla og sundurskorna norska Vesturland