Skírnir - 01.01.1958, Page 52
48
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
hefur ekki jafnvel svo snerama sem á tímum Haralds hár-
fagra getaS verið alger málleg eining án mállýzkna.40
Þegar mállýzka suðvestnorsku innflytjendanna hafði farið
með sigur af hólmi, fól þessi aðstaða á íslandi í sér mjög
hentugan grundvöll til frekari þróunar hinnar vestnorrænu
málerfðar. Sú nýbreytni og nýjungagimi, sem átti í vök að
verjast í norsku móðurmállýzkunum gegn lífseigri málerfð og
gegn mállýzkulandfræðilegum áhrifum frá málsvæðinu úr
austri, fékk að leika lausum hala í landnámsbyggðinni vest-
anhafs.
1 norðsænskum og austnorskum alþýðumálum verður nú á
dögum vart við almenna tilhneigingu til lækkunar og af-
kringingar á gömlu stuttu o (og stundum á nýmynduðu
stuttu o), sem verður að meira eða minna leyti að hreinu a-
hljóði, t. d. son>san, torp ~>tarp. Á móti þessari nýjung stríð-
ir á flestum stöðum gagnstæð viðleitni til að varðveita eða
koma með að nýju hreint a-hljóð í allan eða nokkum hluta
orðaforðans. En í sumum nýbyggðamálum í Lappahéraðinu
Ásele, sem var numið á síðasta áratug 17. aldar og á 18. öld,
hefur breytingin o~>a [a^æ^e] náð yfirtökum á stóm svæði
og — að því er ég hezt veit — í stærri hluta orðaforðans en
nokkurs staðar annars staðar á fyrmefndum mállýzkusvæð-
um. Þegar framhurður með á [o] í nokkmm orðum hefur far-
ið að þrengja sér inn aftur í talmál þessara héraða á síðustu
áratugum, þá er um að ræða hljóðuppbót vegna áhrifa ríkis-
málsins.
Þegar landnám fslands hófst á síðustu áratugum 9. aldar,
voru hljóðvörpin í norrænu málunum enn tiltölulega ung
fyrirbæri. Þetta á einkum við u-hljóðvarpið, sem frá mál-
landfræðilegu sjónarmiði fornmálsins sýnir sig sem vestlæg
nýjung, er náði mestri þróun og útbreiðslu í máli íslenzku
landnemanna. Margar u-hljóðvarpslausar austnorrænar orð-
myndir okkar — sem munu sennilega að nokkm leyti eiga
rætur að rekja til hljóðverptra orðmynda, er tóku u-hljóð-
varpi, en runnu síðan aftur snemma saman við a — eru hins
vegar fornar, ef haft er í huga þetta víða sjónarmið máls-
sögunnar og mállandafræðinnar.41