Skírnir - 01.01.1958, Page 53
Skímir
Islenzk mállýzkulandafræði
49
Þvert á móti virðist málum landnema ekki vera sýnna
um að mynda eigin, sjálfstæðar nýjungar í stærri stíl en
öðrum mállýzkum. Hins vegar sýna þau oft — þegar fyrstu
ættliðirnir hafa jafnað með sér málvenjur og mállýzkur —
viðleitni til að standa á verði um málarfinn og skapa tiltölu-
lega einangrað og íhaldssamt málumhverfi, ef borið er saman
við mállýzkur móðurmálsins.
1 málum landnema í sóknunum örtrask, Lycksele og Sten-
sele í Lappahéraðinu Lycksele er ennþá varðveittur í loka-
samstöfum munurinn á gömlu i, sem vanalega er borið fram
sem hvasst e [e^i], og almenna veiklunarsérhljóðinu á
[e^a], t. d. í lýsingarhætti þátíðar hunne „náð“, en kastá
„kastað“, enda þótt þessi munur hafi nú yfirleitt horfið úr
móðurmállýzku þeirra í Suðvesturbotni.42
Forn einkenni í málirni landnámsbyggða eru einnig kunn
úr öðrum áttum jafnvel í svo nýtízkulegu máli sem amerisk-
unni. „A large number of words and phrases, many of them
now exclusively American, are similar survivals from the
English of the Seventeenth Century, long since obsolete or
merely provincial in England“, skrifar H. L. Mencken í sínu
stóra riti „The American Language“ (1936, bls. 127 o. áfr.).
Forsendurnar fyrir því, að upprunalegt landnemamál fari
smám saman að sýna forn einkenni miðað við móðurmállýzk-
una eða móðurmálið, eru sumpart sjálfstæð héraðs- eða þjóð-
erniskennd og sumpart hlutfallsleg einangrun frá fóstursveit-
inni eða fósturjörðinni. Hvað snertir amerísku enskuna, var
fyrra skilyrðið fyrir hendi, en hið síðara í miklu minna
mæli.43 Hins vegar hafði íslenzkan lengi háðar þessar for-
sendur. Á þjóðveldisöld, þ. e. fram til 1264, voru tengslin
milli æðri stétta á Islandi og norsku fósturjarðarinnar tiltölu-
lega mikil. Eins og kunnugt er, verður oft vart við norskar
orðmyndir í fornislenzkum handritum frá þessum tíma og
jafnvel síðar á miðöldum.44
Hið stjórnmálalega ófrelsi fyrst í sambandi við Noreg og
síðar við Danmörku á næstu öldum miðalda og nýju aldar-
innar bar í skauti sér aukna landfræðilega og umfram allt
þjóðfélagslega einangrun íslenzkunnar. fslenzk tunga
4