Skírnir - 01.01.1958, Page 54
50
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
varð — þrátt fyrir lifandi bókmenntaarfleifð — alþýðumál
með mjög sjálfstæða þróun hins norræna málarfs.
Hér hefur verið hent á einkenni íslenzkunnar sem norræns
landnemamáls, af því að fyrr hefur verið lítill gaumur gef-
inn þessu viðhorfi. En það eitt nægir ekki til að skýra mál-
landfræðilega stöðu nútímaíslenzku.
Það eru nú liðin meir en þúsund ár, síðan Norðurlanda-
búar tóku að nema land á Islandi. Á þeim tíma hafa að
sumu leyti gerbreytingar átt sér stað í tungu þjóðarinnar,
einkum í hljóðfræðinni, án þess að leiða af sér meir en smá-
vægilegan klofning í mállýzkur. Sum gömul löng sérhljóð
hafa til dæmis orðið að tvihljóðum með sama árangri á
öllu landinu. f Efri-Siljan í Dölunum hefur tvíhljóðsmyndun
löngu sérhljóðanna stuðlað að hinni velkunnu skiptingu Dala-
málsins í mállýzkur sókna og bæja. Og hið sama má segja
um alþýðumálin í þeim héruðum Norðurbotns, þar sem töl-
uð er sænska, en þau byggðarlög eru varla eldri en landnám
fslands. Einnig er athyglisvert, að önnur vestnorræn land-
námsbyggð frá víkingatímanum, Færeyjar, sýnir nú á dög-
um greinilegri klofning í mállýzkur en ísfand.45
Strax við lok tveggja fyrstu ættliða landnámsmanna á ís-
landi hófst 930 þjóðfélagsiegur þáttur, sem varla er hægt að
ofmeta — Alþingið. Þessi stofnun hafði sumpart bein áhrif
— á þann hátt að fjöldi mikils metinna íslendinga safnaðist
saman á Þingvöllum frá öllum landsfjórðungum einu sinni
á ári — og smnpart óbein áhrif — með auknum samskiptum,
tengdum milli ýmissa byggða og landshluta o. s. frv., — á ein-
ingu og festu íslenzkunnar, sem verður að gefa mikinn gaum.
Um þetta virðast allir visindamenn sammála.46
Við lok þjóðveldisins 1264 varð verksvið Alþingis annað —•
islenzka lögbókin Grágás veik 1271 fyrir JárnsiSu Magnúsar
lagabætis — og gildi þess í íslenzka þjóðfélaginu rýrnaði
smám saman allt fram til aldamótanna 1800, þegar Alþingið
hvarf úr sögunni. En íslendingar höfðu á þjóðveldistímanum
öðlazt aðra verðmikla eign, lestrarkunnáttu og bókhneigð,
sem átti ekki sinn líka í Evrópu. Og þeir héldu henni einnig
lifandi á myrku öldunum, ef fylgt er vitnisburði frá 16. öld.47
'