Skírnir - 01.01.1958, Side 55
Skímir
íslenzk mállýzkulandafræði
51
„Annað atriði því til styrkingar, að það sé hin þjóðlega bók-
ment og bókritin á voru máli, sem hafa haldið túngunni við,
það er, að vér höfum eitt og hið sama mál í öllum héruðum
um allt land“, hélt Jón Sigurðsson þegar fram. „Þessi sam-
hljóðan túngunnar er einmitt hinn ljósasti vottur um, að þjóð-
mál vort hjá öllum stéttum hefir sína föstu rót og reglu í bók-
málinu, svo að það eru bókmentir vorar, sem hafa haldið
túngu vorri við og geymt hana um margar aldir.48
Eins og almennt er ætlað, er augljóst, að bókmenntirnar og
lestrarkunnáttan hljóta að hafa dregið úr þróun íslenzka tal-
málsins og aukið festu þess.49
Hans Kuhn heldur því samt ákaft fram, að þessar orsakir
nægi ekki til að skýra einingu nútímaíslenzkunnar. Hann á
sérstaklega við þær nýjungar í frambm-ðinum, sem sigrað hafa
á öllu landinu án stuðnings ritháttarins. „Dass sie nahezu
alle das gesamte Land eroberten, so dass die Einheit der
Sprache auch auf diesem Gehiete im wesentlichen erhalten
blieb, kann nicht das alleinige oder auch nur uberwiegende
Yerdienst des Schrifttums sein, das die Entstehung und Aus-
breitung dieser vielen Neuerungen nicht hat verhindern kön-
nen“ (1935, bls. 35, smbr. bls. 30).
Vissulega ýkir Kuhn að verulegu leyti sjálfstæði framburð-
arins gagnvart ritmálinu. Hann reiknar ekki með þeim kosti,
að inn hefðbundinn lestrarframburð geti verið að ræða, sem
hafi tafið hljóðþróun íslenzka alþýðumálsins eða beint henni
inn á sömu brautir. Prestarnir, sem fyrst og fremst hljóta að
hafa mótað slíkan lestrarframburð, fengu lærdóm sinn bæði
fyrir og eftir siðskiptin heima á Islandi við biskupsstólana á
Hólrnn og í Skálholti og síðast í Reykjavík. Kuhn gefur því
heldur ekki gætur, að hinn fornlegi ritháttur nútímaíslenzku
hafi að sumu leyti haft fyrirrennara í rithætti, sem stóð nær
framburði nútímaíslenzkunnar, t. d. ie og je í staðinn fyrir é
og eing í staðinn fyrir eng.50 En hins vegar hefur Kuhn án
efa rétt fyrir sér í því, að leita verður skýringa á hinni aug-
ljósu máleiningu Islands einnig á síðustu öldum að verulegu
leyti til slíkra þjóðfélagslegra þátta sem hixma miklu samskipta
Islendinga, langra verzlunarleiða, fiskiveiða o. s. frv.51