Skírnir - 01.01.1958, Side 56
52
Karl-Hampus Dahlstedt
Skirnir
7.
1 mállýzkulandafræðinni hefur verið leitt mörgum getum
að hinu þjóðfélagslega sambandi málbreytinga og landfræði-
legrar útbreiðslu þeirra, en mjög er erfitt að komast að vís-
indalegri og fullnægjandi niðurstöðu. Þess vegna er það fyrst
og fremst höfuðatriðið fyrir mállýzkulandfræðinginn að kort-
leggja fyrirbæri málsins, eins og þau eru í raun og veru, og
reyna að fá einhverja hugmynd um samband þeirra og sögu
sin á milli. Þá á hann helzt ekki að nema staðar við mörk
takmarkaðs málsvæðis eða ríkis.
Þótt ekki sé hægt að tala um gagnkvæmar breyting-
ar milli islenzkunnar og alþýðumála norrænu grannríkjanna,
þá er a. m. k. hægt að veita athygli greinilegs sambands
milli þeirra. Reyndar eru vel kunn tengsl íslenzkunnar, fær-
eyskunnar og suðvestnorskra alþýðumála, sem koma e. t. v.
langbezt í ljós í þróuninni //, rl>ddl og nn,rn>ddn,52 Breyt-
ingin hv~>kv í norðlenzku er einnig færeysk og norsk (nema
i Suðaustur-Noregi). Án landfræðilegs sambands við vest-
norræna svæðið er þessi breyting þar að auki í sænsku al-
þýðumáli í Finnlandi, t. d. í syðra Austurbotni og eystra
Nýjalandi og í Eistlandi.53 LinmœliS á Suður- og Vesturlandi
samsvarar linuninni p,t,k>b,d,g o. s. frv. á stóru suðnor-
rænu svæði (aðallega í Danmörku, Skáni og vesturströnd
Svíþjóðar, Suðurlandi og Suðvesturlandi Noregs og í færeysku
alþýðumáli), sem hafa samt venjulega rödduð (og að nokkru
leyti önghljóðs-) b, d, g. Orödduð linhljóð eins og í íslenzkunni
eru í smnurn norðlægari mállýzkum í Skandinavíu nefni-
lega á svæði í Þrændalögum rétt fyrir sunnan Þrándheim,
í suðurhluta Hálogalands í Norður-Noregi og í Överkalix-
málinu í Norðurbotni, sem er nyrzta sænska mállýzkan í
Sviþjóð (fyrir norðan överkalix eru alþýðumálin finnska
eða Lappamál).
Yfirleitt er heldur erfitt að benda á nýjung í framburði nú-
tímaíslenzkunnar, sem ekki er kunn einhvers staðar annars
staðar að á Norðurlöndum. Gamalt langt ð hefur t. d. breytzt
í tvihljóð [ou] o. s. frv. ekki aðeins í færeyskunni (á syðri