Skírnir - 01.01.1958, Page 57
Skírnir
íslenzk mállýzkulandafræði
53
eyjunum), heldur einnig í alþýðumálinu í Norðurbotni, í
mörgum sænskum alþýðumálum Finnlands og í gotlenzk-
unni. Og samsvörun hins sérstæða aðblásturs nútímaíslenzk-
unnar við pp. tt og kk er í sumum norskum og sænskum
sveitamálum í nyrðra hluta Guðhrandsdals og í sænsku hér-
uðunum Upplandi, Dölunum (Sárna og Idre), Herjadal og
Lapplandi (Arjeplog og Sorsele) og finnsku Álandseyjum og
suðvestra Finnlandi.
Hvort sem um er að ræða beint mállýzkulandfræðilegt sam-
band eða hliðstæða hljóðþróun víðs vegar á Norðurlöndum,
sem erfiðara er að skýra, þá benda fyrrnefnd fyrirbrigði á
þörf þess að koma á legg samræmdri rannsókn í mállanda-
fræði á Norðurlöndum. Og hún krefst ekki sízt þekkingar
á svæðabreytingunum í talmáli nútímaíslenzkunnar.
I rómanskri mállandafræði hefur lengi verið leitazt við að
færa sjónarsviðið frá einstökum þjóðmálum og láta það ná
yfir öll rómönsku málin í senn. Þau kortasöfn, sem hafa hirzt
á 20. öld yfir frönsku, próvensku, ítölsku, reto-rómönsku, rúm-
ensku og katalónsku, hafa gert kleift að fá slíka yfirsýn. Hægt
er að kynna sér, hve hrífandi árangur þessar umfangsmeiri
mállýzkuathuganir gefa, í ritgerð Gerhards Rohlfs, sérfræð-
ings í rómönsku málunum, „Die lexikalische Differenzierung
der romanischen Sprachen. Versuch einer romanischen Wort-
geographie“ (1954), sem fjallar um landafræði orða og merk-
inga með 50 yfirlitskortum frá öllu rómanska málsvæðinu.54
I germanskri mállandafræði hefur svipuð viðleitni, að ná
yfir allt germanska eða allt norræna málsvæðið, átt örðugra
með að láta að sér kveða. Okkur skortir nefnilega enn þjóð-
ernisleg mállýzkukort af rómönsku gerðinni. Enn fremur eru
nútímarannsóknir í mállýzkulandafræði og einkanlega í orð-
landafræðinni vanræktar í Noregi, sem er aðallandið í nor-
rænni mállandafræði frá vestnorrænu sjónarmiði, eins og
norsk-ameríski málvísindamaðurinn Einar Haugen hefur
haldið fram.55 Delmar Olof Zetterholm var, að því er ég
bezt veit, sá fyrsti, sem vann að og gaf út uppdrætti yfir
allt norræna málsvæðið. Þeir eru í riti hans „Nordiska ordgeo-
grafiska studier. Benámningar pá de unga husdjuren“ (1937).