Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 59
Skírnir
íslenzk mállýzkulandaíræði
55
áherzlu á að fást við slíka hluti eða hugtakaflokka, sem eru
vel kunnir hæði á Islandi og víða annars staðar á Norður-
löndum, t. d. landmyndanir fjallanna, rennandi vatn, vissar
algengar jurtir, meiriháttar fisktegundir o. s. frv. í ríki nátt-
úrunnar, og fiskiveiðar, búfjárrækt, engjaslátt og fjölda óhlut-
lægra hugtaka á sviði mannræktunarinnar. Af slíkum upp-
dráttum höfum við leyfi til að gera ráð fyrir, að náttúru-heiti
— ásamt örnefnunum — geti ef til vill varpað Ijósi á land-
fræðilegt upphaf íslenzkunnar og foma orðlandafræði norsk-
unnar, en menningarorðin sýna að miklu leyti samband fs-
lendinga yfir hafið síðustu þúsund árin við austlæg lönd.
Þar að auki fyllist Skandinavinn oft sannri gleði, þegar
hann finnur á íslandi kunna talshætti að heiman. Ég skrá-
setti í júlí 1954 eftir frú Rögnu á Hoffelli í Hornafirði eftir-
farandi fingraþulu: þumaltopp — sleikipott — langimann
— staki Jóhann og litli Pétur spilemann. Að vísu er þetta
ekki gömul og góð íslenzka, eins og vel má sjá, en þulan var
mér kær minning frá fyrsta ári mínu í barnaskólanum í Eds-
sókn í Ángermanlandi, þar sem ég lærði hana af sveitastúlku:
tummetott — slickepott — lángeman — gullebrann á lille
Petter speleman.
Lok þulunnar með „speleman" hitta óneitanlega hetur í
mark en lilla vickevire, eins og litli fingur kallast venjulega
í fingraþulum í Svíþjóð. Eina skiptið, þegar ekki er hægt að
vera án litla fingurs vinstri handar, er kannski þegar leikið
er á fiðlu.
Hinn alvarlega hugsandi vísindamaður segir e. t. v. um þetta
dæmi: Þulur berast með vindi sem bifurkollur! Að visu, svara
ég. En er ekki skemmtilegt að sjá, hvernig þær berast yfir
hálft Norður-Atlantshafið? Verkefni mállýzkulandafræðinnar
er ekki aðeins að ganga úr skugga um varðveitt fornyrði og
fyrstu aðkomuleiðir mállýzknanna, ekki aðeins að rekja flókna
rótarþræði hins indóevrópska frumorðs um tíma og rúm,
heldur einnig að leggja snörur fyrir hið talaða mál á flótt-
anum. Jafnvel þótt svo væri, að það kæmi lengst frá Dan-
mörku — eins og ég tel, að þulan um litla Pétur spilemann
geri.