Skírnir - 01.01.1958, Page 60
56
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
Mörg tælandi verkefni bíða þeirra, sem taka að sýsla við
norræna mállýzkulandafræði með sérstakri hliðsjón af Is-
landi. Akurinn er ekki svo algerlega óplægður, sem ég hef
látið hér í skína. Jón Aðalsteinn Jónsson fræðir mig um það
frá Reykjavík, að Orðabók Háskólans dragi nú að efni um
útbreiðslu orða í nútímaíslenzku. Þar að auki er unnið að eða
verið að prenta tvær athuganir annars vegar í norrænni orð-
landafræði og hins vegar í norrænni setningalandafræði, þar
sem tekið er sérlegt tillit til íslenzkunnar, hin fyrri eftir Sviss-
lendinginn Oskar Bandle og hin síðari eftir Uppsalabúann
Gösta Holm.59
En framlag einstakra vísindamanna nægir ekki. Á Islandi
eru verkefnin mörg og bíða eftir frumkvæði norrænna mál-
lýzkulandfræðinga. Það hefur í för með sér að skapa íslenzkt
kortasafn í náinni samvinnu við Islendinga eða að minnsta
kosti að auðvelda og samræma vinnuna í fyrstu fyrir þá,
sem fást við íslenzka mállýzkulandafræði með því að gera
íslenzkt undirstöðukort, þar sem hreppamir em skráðir.
Það skiptir máli að hafa hraðan á. Alþýðumálin í sveit-
um Islands hafa reyndar aldrei haft svo glögg mállýzkuskil
eins og hjá okkur í Svíþjóð. Og svo virðist nú sem þau muni
einnig hverfa skjótar og með minni athygli en sænsku sveita-
málin okkar.
TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR.
Meginhluti þessarar greinar var lagður fram við fyrirlestur í „Is-
landska sállskapet“ í Uppsölum 19. nóvemher 1957. Ég vil flytja hér þakk-
ir mínar fyrir þau gagnlegu sjónarmið og ábendingar, sem komu fram á
eftir, þegar skipzt var á skoðunum. Sérstaklega vil ég færa lektor Rjarna
Guðnasyni þakkir minar, sem þýddi greinina á íslenzku. Þau rit, sem gerð
verður grein fyrir hér á eftir einungis með höfundarnafni og prentári,
eru nefnd með fullum titli í heimildaskrénni (bls. 61 o. áfr.).
2) Smbr. t. d. Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir
um helztu hljóðbreytingar o. fl. í íslenzku, einkum í miðaldamálinu (1300
—1600), Rvík 1924, bls. 132; og Halldór Halldórsson, Um málvöndun:
Stígandi, 1 (Akureyri 1943), bls. 23.