Skírnir - 01.01.1958, Page 69
Skímir
Um gildi íslenzkra fornsagna
65
reynd. En einnig á Islendinga sjálfa hafa áhrif fornritanna, en
sérstaklega fornsagnanna, verið mikilsverð. Fyrst af öllu: Þær
sögðu sögu þjóðarinnar í fornöld, og gáfu eftirminnilega mynd
af menningarlífi hennar.
Stundum má með sanni segja, að menn hafi séð hinn liðna
tima í hillingum, litið á björtu hliðarnar og látið sér yfirsjást
hinar dökku, miklað fyrir sér vizkuna, glæsimennskuna, lík-
amlegt atgervi. Menn tala stundum um fornaldardýrkun; það
á við þetta, en að vísu ekki við hitt, að liðinn tími sé látinn
njóta sannmælis og lofað það, sem vel var, enda lastað hitt.
Annars er íslenzk fornaldardýrkun, eins og hún kemur fram
hjá rómantískum skáldum, vitanlega ekki fjær sanni en sögu-
lygarnar, sem vaða uppi með erlendum þjóðum, eða t. d. hin-
ar ódrepandi rómantísku hugmyndir skandínaviskra þjóða
um sum önnur lönd.
En jafnvel þó að tekið sé kvæði eins og Aldarháttur séra
Hallgríms Péturssonar, kvæði fullt af fornaldardýrkun, þá er
það ekki tálsýnin tóm. Hér og þar bendir séra Hallgrímur á
raunverulegan mismun á sínum tíma og hinum liðna. Hann
segir:
Manndómur mundi,
þar sveinar á sundi
sóttust af afli.
— Á 17. öld mundu þeir ekki hafa verið margir, sem þá íþrótt
kunnu.
Verfákum vöndum
með bifroknum bröndum
þeir bægðu frá láði.
— Það var forðum, en á dögum Hallgríms háttaði öðruvísi:
Beitilung geima
er bannað að sveima
um bláröstu kalda . . .
Land lögum vörðu
þeir vitug ráð gjörðu.
— Ég veit ekki nema þetta sé sannmæli um menn, sem tókst
að gera sér stjórnarfyrirkomulag, sem entist þeim í meir en
þrjár aldir.
5