Skírnir - 01.01.1958, Page 72
68
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
lifandi og eðlileg hrynjandi þess og orðskipun og orðalag, ekki
sízt eins og það er i munni kvenna. Sumir virðast halda, að
þeir komist nær mæltu máli með óvönduðu orðfæri, kaffihúsa-
máli eða blaðamáli, og er það fásinna — en út í þetta merki-
lega efni get ég ekki farið lengra. Hitt er víst, að þær þjóðir
hafa átt fegurstan stíl, sem mesta hafa átt samtalslist, eins og
Frakkar. En upp af hinu mælta máli rís svo ritmálið, sem á
annan bóginn nemur burtu markleysishjal hversdagsræðunnar,
en á hinn sækir auð í skáldskap, listir og vísindi og fjársjóðu
liðinna tíða, lifir áfram í órofa tengslum við mælt mál, en fer
aðra stundina sínar leiðir. Hjá oss var hrynjandi og eðlileg
orðskipun og orðalag mælts máls undirstaðan, en sögumálið
var fyrirmynd um hreinleik og þrótt og orðaauð. Ef þessu
lagi var fylgt, var furðulegt, hve mikið af fornmáli komst í
rit manna og jafnvel ræðu, án þess menn veittu því fulla at-
hygli, enn síður kynnu illa við það; ég nefni sem dæmi mál
tveggja merkra manna, látinna ekki fyrir löngu, Benedikts
Sveinssonar og Árna Pálssonar. Þegar þessi leið var farin, var
sögumálið ómetanlegt, þó að það kæmi ekki öðru en hjákátlegu
til leiðar, ef blint var stælt.
Hver tími hefur sinn hókmenntasvip og bókmenntaform.
Ég vil ekki fullyrða, að aldrei hafi farið vel, þegar menn
reyndu að taka upp form liðins tíma, en að jafnaði hefur það
ekki gefizt vel. Islenzk ljóðagerð síðari alda hefur grætt mikið
á eddukvæðaáhrifum, en þegar til sagnanna kemur, þá hafa
þær fyrst og fremst verið svo sem frýja og hvöt til dáða. Vissu-
lega má stundum finna í síðari tíma verkum listræna afstöðu
eða aðferðir eða mannlýsingar, sem virðast benda á áhrif frá
fornsögunum, en hversu til hefur tekizt, getur farið eftir mörgu,
en einkum því, hvort um beina stælingu er að ræða eða kunn-
áttusamlega hliðsjón af hinni fornu list.
Efni fornsagnanna hefur mjög oft verið tekið til meðferðar
af skáldum síðari tíma. Það er t. d. ótrúlegt, hve mörg kvæði
hafa verið ort út af efni Njálu, og sumt af því er ágætt. Nokk-
uð vandast málið, þegar menn á síðari öldum hafa tekið efni
úr fornsögunum og fjallað um í líku formi, þ. e. formi skáld-
sagna og leikrita. Indriði Einarsson segir á einum stað, að