Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 73
Skírnir
Um gildi íslenzkra fornsagna
69
Sigurður málari vildi fá hann til að gera leik út af Gísla sögu
Súrssonar, en hann hætti við það, og hann segir: „Sögurnar
eru svo alþekktar hér á landi, að hvert spor út af brautinni,
sem sagan hefur lagt, verður stórhættulegt fyrir höfundinn
og skerðir álitið, sem hann kann annars að hafa. — Af þess-
um ástæðum og öðrum þeim líkum hef ég aldrei fengizt við
að gera leikrit úr fornsögum vorum. Allt annað mál er með
Sturlungu. Almennt er hún minna kunn en sögurnar . . . Hún
er saga og samtíningur, en ekki fornsaga og listaverk. Þess
vegna þarf leikritaskáld ekki að flýja hana, ef hann vill endi-
lega fá sér andlegt bað í fortíð landsmanna11.1) Ég hygg, að
mikið sé í þessum orðum, enda ætla ég enginn hafi hætt sig
á því, sem hefur tekið hinar betri sögur til meðferðar í leik-
ritum eða skáldsögum. Mér detta í hug til samanburðar grísku
harmleikaskáldin, sem vöruðust að taka til meðferðar efni úr
kvæðum Hómers.
Um það, sem ég hef nú drepið á, ætla ég ekki að fjölyrða
meira, og skulum við nú hverfa út fyrir þennan innsta hring
og út á hið næsta svið. Ýmsir aðrir en Islendingar hafa vegna
uppruna síns eignað sér hlutdeild í fornbókmenntum, og hafa
þær þá haft sökum skyldleikans annars konar gildi fyrir þá
en þær hafa fyrir hina, sem ekki telja til frændsemi við fs-
lendinga, eða ekki náinnar, og líta því aðeins á hin almennu
mannlegu verðmæti þeirra. f þessum hring kveður mest að
NorSurlandabúum, og mun ég nú aðeins fara nokkrum orðum
um þá.
íslenzk áhrif á Norðurlöndum eru gömul saga. Þó að ein-
kennilegt megi þykja, vitnar bæði Saxi hinn málspaki, sagna-
ritari Dana, og Theodoricus, sagnaritari Norðmanna, á ofan-
verðri 12. öld, til íslendinga sem sérstaklega sögufróðra manna
og liafa þá að heimildarmönnum. Síðar berast íslenzkar sög-
ur, einkum konungasögur, en einnig fornaldarsögur, til Nor-
egs og eru sýnilega hafðar þar í hávegum; varðveitast handrit
í Noregi fram yfir siðaskipti og fram á daga handritasöfnunar.
Þá hafði Noregur misst að fullu sjálfstæði sitt, og danskt rit-
i) Séð og lifað, bls. 116—17.