Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 74
70
Einar Ói. Sveinsson
Skirnir
mál ruddi sér algerlega til rúms með siðaskiptunum. En jafn-
ótt gerðist það, að fróðir menn þar í landi þýddu Noregskon-
unga sögur Snorra á dönsku, og sú erfðaskrá liðins tima varð
alþýðulestur í Noregi og hélt stöðuglega upp fyrir sjónum
manna mynd hins liðna, sögu þjóðarinnar í fornöld, menningu
hennar. Það var ekki hætta á, að það gæti gleymzt, að Nor-
egur var áður fyrr sjálfstætt og sérstakt konungsríki. Það eru
engar ýkjur, að í baráttu Norðmanna fram til sjálfstæðis og
menningar hafi þessi íslenzka bók, Heimskringla, og aðrar ís-
lenzkar fomsögur, átt merkilegan hátt. Margir Norðmenn,
sem kunnu skil á, hafa sagt, að án Heimskringlu hefði þetta
ekki tekizt, en um það skal ég ekkert segja.
Það er augljóst mál, að um hinar þjóðirnar, Dani og Svía,
gegndi öðru máli. Að vísu reyndu þær, einkum á 17. öld, að
nota íslenzkar fornsögur í áróðursskyni fyrir ríkjum sínum,
en auðvitað stóðu þau á traustara gmndvelli en svo, að þetta
skipti miklu máli. Og Danir áttu sinn Saxa, sem bar hróður
Danmerkur víða um lönd á þeim tíma.
En þó að pólitísk áhrif íslenzku fomritanna yrðu töluverð
í Noregi, en ekki í Danmörku og Svíþjóð, þá urðu drjúg áhrif
þeirra á andlegt líf og bókmenntir þessara þjóða. Á síðmiðöld-
um var mikið af iðnaðarmönnum hinna ungu dönsku og
sænsku borga af lágþýzkum uppruna, og lágþýzka hafði geysi-
leg áhrif á mál beggja þjóða. Nokkur hluti Danmerkurríkis
var þýzkumælandi fram um miðja 19. öld, og á 17. og 18. öld
var þýzka útbreidd með danska aðlinum. Islendingi, sem kynn-
ir sér danska menningu á þessum tíma, finnst stundum, að
hér sé fullt eins mikið að ræða um Mið-Evrópuþjóð eins og
Norðurlandaþjóð. 1 Svíþjóð voru áhrifin sunnan að ekki eins
sterk og þó mikil. En hjá báðum þjóðum voru menn, sem voru
sér meðvitandi hins norræna uppruna, og þegar þeir kynnt-
ust íslenzkum fornritum, birtist þeim þar norrænn andi og hin
forna norræna menning, ekki sem dreifðar leifar, heldur í
fyllingu sinni. Það er erfitt fyrir Islending að fjalla um þetta,
því að honum getur fundizt það sjálfshól. I annan stað kann
honum að hætta við að mikla þetta fyrir sér, og það vildi ég
ekki gera, en það er alveg fjarstætt að gera lítið úr því heldur.