Skírnir - 01.01.1958, Page 75
Skírnir
Um gildi íslenzkra fornsagna
71
I bókmenntunum verða áhrif frá íslenzkum fornritum sterk-
ust við tilkomu rómantísku stefnunnar á 19. öld með Dönum
og Svíum, og með nationalrómantíkinni norsku um miðja öld-
ina hjá Norðmönnum. Ég læt mér nægja að nefna nöfn eins
og Oehlenschláger, Grundtvig, Tegnér, Björnson, Ibsen, en það
mætti hafa þá þulu miklu lengri, og það mætti nefna nöfn
frá þessari öld. Eitt efni eftir annað úr íslenzkum fomritum
var nú tekið til meðferðar, og persónur þeirra urðu kunnar
í þessum löndum. I meðvitund manna kemur nú norræna
goðafræðin upp við hlið hinnar grísku. Minni verða áhrifin
á formið, og þó má líklegt telja, að hinn fáorði sagnastíll hafi
hjálpað Björnson og Ibsen, þegar þeir voru að brjótast undan
oki löngu þýzku setninganna, sem menn felldu sig þá svo vel
við á Norðurlöndum, og að skapa sér hinn fáorða, munntama
stíl. En að sjálfsögðu var hér eins og ella, að hver tími skildi
hlutina sínum skilningi og hirti úr hinu gamla það, sem hon-
um geðjaðist að, og er það eðlilegt. Og það er líka eðlilegt, að
íslendingur finnur mikið djúp staðfest milli þessara 19. aldar
rita og fomritanna, það hlaut, eins og á stóð, svo að vera. Af
öllum skáldum Skandinavíu held ég Henrik Ibsen hafi staðið
næst fornritunum íslenzku (hef ég þá í huga nútíðarleikrit
hans).
Við komum nú út fyrir annan hringinn. Nú er ekki lengur
að ræða um gildi fornritanna fyrir Islendinga sérstaklega, né
fyrir aðra Norðurlandabúa sérstaklega, sem sjá í þeim upp-
mna sinn og fornmenningu. Við spyrjum nú um gildi forn-
sagnanna fyrir alla og engan, fyrir hvern sem er, um almennt
gildi þeirra.
Með öllum þjóðum og á öllum tímum hafa verið til nóg
söguefni. En það þarf augu til að sjá þau, tungu til að segja
frá þeim. En það geta verið áraskipti og jafnvel aldaskipti að
því, hvort þau augu eru til og tungur. Gjafir forlaganna til
mennskra manna em oftast brotin tóm, sjaldnast veitist þeim
nokkuð alveg heilt.
Islendingum þjóðveldisins auðnaðist í bókmenntunum,
einkum fornsögnunum, að skapa heila mynd af menningar-