Skírnir - 01.01.1958, Side 76
72
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
heimi sínum, fyrst af þjóðlífi sjálfra sín, en auk þess af nálæg-
um þjóðum, og þó að mismikið sé sagt frá öðrum löndum,
koma söguraar nokkuð við allt það svæði, þar sem norrænir
menn byggðu, en sjónarsviðið er enn víðara, öll Norðurálfan
og þó meira. Fornsögurnar hafa því harla mikið sagnfræðilegt
gildi, þær birta menningu og anda norðurþjóða á þessum tíma,
sumar geyma hetjusagnir Germana í hreinni og fyllri mynd
en annarstaðar eru til, og ef færðar eru lítillega út kvíamar
og bætt við Eddunum, þá er þar hin mesta vitneskja um heiðna
trú germanskra þjóða.
En því fer fjarri, að þessi rit séu aðeins heimildir og hafi
fræðigildið tómt. Það gætu þau haft, þó að þau væra ófull-
komin að list. En þau rista svo djúpt, að þau hafa almennt,
mannlegt gildi, þau opinbera manninn, líf hans, sál hans og
örlög. Þegar á slíkt er litið, er hið sögulega og staðbundna svo
sem búningur, nauðsynlegur búningur, sem gefur innihaldinu
sérstaklegan, margvíslegan blæ, innihaldinu, sem er hið
mennska óbundið af stund og stað.
Þessi mynd, sem fornsögurnar gefa, er bæði víðfeðm og djúp.
Hér getur að líta menn af öllum stéttum þjóðfélagsins, höfð-
ingja og þræl, bónda og umrenning, húskarlinn, farmanninn,
við sjáum menn á öllum aldri frá barni í vöggu og til blinds
öldungs, við sjáum karla og konur. Við sjáum allt þetta fólk
verða fyrir hinum margvíslegustu lífsatvikum; við heyrum
gleðimál og harmatölur, sjáum og heyram hatur og ást, von-
arhug og örvænting, flest það, sem hrærir hjörtu manna.
Aristóteles segir í Skáldskaparmálum sínum, að sorgarleik-
urinn sé eftirlíking, ekki manna, heldur athafna og lífs. Forn-
sögumar byrjuðu á frásögn af atburðum, en óðar en varir,
verður meginatriðið að lýsa mönnum. Þær slá aldrei slöku við
atburðunum, og verður þá mönnum lýst eins og þeir birtast
í þeim, í athöfnum og orðum. Mönnum er lýst að utan, eins
og vitur sjónarvottur segði frá; sögumaðurinn leggur á sig
hömlur, hann varast að grípa fram í og segja of mikið um
það, hvað menn hugsa, hann læzt hvergi koma við sjálfur,
læzt vera óhlutdrægur, varast að terra fram fingurinn til að
útlista efnið eða draga af þvi lærdóm: hann setur fram, svo