Skírnir - 01.01.1958, Síða 77
Skírnir
Um gildi íslenzkra fornsagna
73
að áheyrandi eða lesandi sér sjónleik með hugaraugum sínum.
Sögumaðurinn gerir miklar kröfur til sjálfs sín, að hann kunni
að dylja sig bak við verkið, hann gerir líka miklar kröfur til
áheyranda eða lesanda. Áheyrandinn verður að veita athygli,
án þcss að sögumaðurinn æpi á hann eins og torgsali. Hann
verður að hafa næmleika og lifandi ímyndunarafl. Og ef svo
er, birtist allt þetta mannlíf sagnanna í mætti sínum og fjöl-
breytni, í eymd sinni og dýrð.
Fornsögurnar opinbera furðulega djúpa mannþekkingu.
Þetta hygg ég hver maður komist að raun um, sem gætir
glöggt að, þó að hlutlægnin, hinn rólegi ólíkindasvipur kunni
að dylja það i fyrstu. Hitt er augljóst, að ekki er borið við
að lýsa tilfinningalífi hið innra, ekki greindar sundurleitar
hvatir, ekki lýst blæbrigðum hugans, ekki lýst straumi með-
vitundarinnar; mannlýsingar sagnanna eru ekki sálarlífslýs-
ingar. En ógnarlega mikið af huga manns getur birzt í athöfn-
um, útliti og orðum, og það er svið sagnanna: sjónarmiðið er
dramatískt, alveg eins og gangur þeirra og magn er oft drama-
tískt.
Þessar ströngu reglur verða heilum hóp sagnaritara á vissu
tímabili eins og önnur náttúra, þeim virðist alveg eðlilegt að
fylgja þeim, líkt og þegar tónsnillingur skapar list með því
að hlýða ströngum reglum, sem hann tekur ef til vill varla
eftir. Og þannig skapa söguritararnir á bókfellinu þennan
mikla grúa mannlýsinga, sem margar hverjar eru meistara-
lega gerðar, áhrifamiklar, sannar og djúpar. Það má skipta
þessum mannlýsingum í flokka, sumt eru t. d. vitsmunamenn,
aðrir ákafamenn o. s. frv., en það kemur fljótt í ljós, að sund-
urleitt fólk er í flokkunum; ef við ætlum að skipta vandlega
eftir eiginleikum, verða flokkarnir að lokum eins margir og
persónurnar. Það er að skilja: persónurnar eru einstaklingar.
Jakob Burckhart heldur því fram í hinni frægu bók sinni „Die
Kultur der Renaissance in Italien“, að með viðreisninni ítölsku
vakni og glæðist skilningur og mætur á mönnum sem einstak-
lingum og á sérstökum auðkennum manna, sem greina þá frá
öðrum af sömu stétt eða tegund. Hér voru þó Islendingar á
undan, en það hefur verið fyrir utan sjóndeildarhring hins