Skírnir - 01.01.1958, Side 78
74
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
mikla lærdómsmanns; ef hann hefði þekkt fornsögurnar, hefði
honum miklazt það, sem hann gat að líta þar.
Tilhneigingin til að líkja eftir veruleikanum í því að lýsa
margbrotnum mönnum, mála með blönduðum litum, getur
stundum leitt til þess, að samúðin leiki svo sem á hnífsegg,
eins og stundum er í lýsingu Egils Skalla-Grímssonar eða
Víga-Glúms, eða þá persónur eru svo samsettar, að mannlýs-
ingin verður torráðin, eins og t. d. Hamlet er, dæmi þess eru
Hallgerður eða Skarphéðinn. Svo mikið veruleikaskyn er í
þessum lýsingum, að sum atvikin, þegar þær koma fram, eru
einhver hin áhrifamestu, en þar hjá draga persónumar að sér
með dul gátunnar. Hygg ég, að hér sé að ræða um allt aðrar
leiðir í mannlýsingum en tíðkuðust með Grikkjum og Róm-
verjum til foma, og sama máli gegnir um það, að stundum,
þó ekki sé það oft, getur að líta mannlýsingar í fomsögunum,
þar sem fram kemur skapferlisþróun, svo sem er um Ölaf
helga hjá Snorra eða Njál í sögu hans. En í öllu þessu benda
fornsögurnar til síðari alda bókmennta Vesturlanda.
Þó að maðurinn sé þannig séður sem einstaklingur, með
auðkennum, sem greina hann frá öðmm mönnum, þá merkir
það ekki, að hann leiki lausum hala. Þvert á móti er hann
ótal böndum bundinn við aðra menn umhverfis sig. Vegna
hinna sérstöku eiginleika er hann fjötraður á sérstakan hátt
við rás atburða, hann er bundinn við verk sín og örlög sín.
Söguritararnir koma ekki með neinn reiknistokk, sem þeir beri
við manninn og reikni síðan út. Fomsögurnar eru ekki mála-
flutningur og ekki reikningur á dæmi, en þær eru rannsókn
manna, sem horfa með undmn og sjálfsagt stundum með ógn
á mannlífið, þær em „tilraun um manninn“.
Vér Islendingar köllum tíma þjóðveldisins fornöld, og tím-
ann þar á eftir miðöld. f sögu Evrópu er þetta hvorttveggja
miðöld, og þó hinn síðari hluti, því að þar er farinn hjá fyrsti
þriðjungur miðalda, þegar vor saga hefst. Þeir kalla því ís-
lenzkar fombókmenntir miðaldabókmenntir. I þessu tvenns
konar orðalagi birtist tvenns konar skilningur. Það má segja,
að íslenzka orðalagið vitni um þrengri sjóndeildarhring, en þó