Skírnir - 01.01.1958, Side 79
Skímir
Um gildi íslenzkra fornsagna
75
er hitt raunar, að því fer fjarri, að það sé alls kostar rangt:
Það merkir, að klukkan var ekki sama hér og í Evrópu á
þeim tíma.
Víst heyrði fsland til Evrópu, hér var kaþólsk miðalda-
kristni, fræði þeirrar menningar bárust hingað, menn lærðu
að skrifa af klerkum. Sumir vilja skýra sem mest af vorum
menntum á þeim tíma með útlendum áhrifum. Ég skal ekki
fara að gera það mál upp. Ekki heldur þátt kirkjunnar í tilurð
íslenzkra bókmennta. En um fornsögurnar vildi ég segja: Hið
merkilegasta í þeim er það, sem ekki verður rakið til evrópiskr-
ar miðaldamenningar. Ég hef reynt að kynna mér nokkuð
miðaldabókmenntir, vitanlega helzt það, sem kunnugt var hér
á landi, og þó ekki aðeins það, og ég hef haft yndi af sumu
af þvi; ef til vill sýnir þýðing mín á Le Roman de Tristan et
Iseut og bók sem heitir Leit ég suður til landa það. En í ís-
lenzkum fomsögum geðjast mér bezt að því, sem er ekki mið-
aldalegt. Mér er yndi að dýrkun þeirra, sem sögumar skrif-
uðu, á mannviti, skynsemi, dýrkun þeirra á skýrleik, dómvísi,
heilbrigðri tortryggni, og ég minnist oftrúar miðalda og lotn-
ingar þeirra fyrir kenniveldi. Mér er unun að hreinleik ís-
lenzkra sagna; mennirnir, sem þar er sagt frá, voru harðir,
en mjög sjaldan grimmir, — ég held þessu sé veitt miklu
minni athygli en rétt er, — þeir em eðlilegir, en mjög sjaldan
munaðarfullir eða daðurgjarnir, en grimmd og munaðargirni
spillir margri heilagra manna sögu, og daður óprýðir marga
riddarasögu. Ég ann veruleikaskyni fornsagnanna, raunsæi
þeirra, skilningi þeirra á mönnum eins og þeir eru; þeir eru
nærri aldrei gljámyndir eða skuggar, skiptast ekki í engla og
djöfla, eins og oft vill brenna við í dýrlingasögum.
Annað skal ég nefna, sem mér geðjast vel að í íslenzkum
fomsögum, en það er hið félagslega sjónarsvið. Aðdáun fyrir
afreksverkum og hreysti er hnif jöfn í riddarasögum og íslenzk-
um sögum; riddaraskapur og drengskapur eru skyld hugtök,
og má ekki á milli sjá, að hvom kveður meira, riddaraskap í
riddarasögum eða drengskap í íslenzkum sögum. En í ridd-
arasögum skiptist mannfólkið í tvo flokka: riddara og almúga,
eða öllu heldur: riddararnir eru mannfólkið, og það sem þar