Skírnir - 01.01.1958, Side 80
76
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
er fjrrir neðan eru fyrirlitlegar og hlægilegar fígúrur og varla
menn. Riddararnir eru einir söguhetjur, og almúginn er raun-
ar að mestu utan við sjónarsviðið. Þegar komið er þaðan til
íslenzkra sagna, er munurinn auðsær. Hver frjáls maður get-
ur hér verið söguhetja, og jafnvel um ánauðugt fólk getur ver-
ið talað með virðingu, ef það er gætt manndómi, svo sem frá-
sagnirnar af Vífli, þræli Ingólfs; Atla, þræli Geirmundar helj-
arskinns; og Bóthildi, ambátt Ingjalds í Hergilsey, sýna. Við
hittum iðuglega fólk við vinnu, ekki síður sögukappa en aðra,
jafnvel höfðingja eins og Skalla-Grím og Arnkel goða. Hinn
rómantíska elskhuga Bjöm Breiðvíkingakappa rekumst við
eitt sinn á úti á túnvelli við smíðar, og ástaskáldið Kormakur
er einu sinni á leið upp á heiðar að elta mórauða sauði, en
hann kýs að vísu heldur að verða eftir í Gnúpsdal hjá Stein-
gerði, og hver mundi lá honum það? Menn tala með réttu um
hið aristókratiska í forníslenzkri menningu, en ekki tjáir að
gleyma hinum alþýðlega þætti, sem bæði kemur fram í stjóm-
málum, menningu og bókmenntum. Þess vegna finnur maður
oft harla mikið til eins konar stéttleysis í fomsögunum, þ. e.
hinna sam-mannlegu sjónanniða. Ég bendi t. d. á Gísla sögu
Súrssonar, hve laus hún er við tilfinningu fyrir veldi höfðingj-
ans og ljóma, en jafn-laus er hún við allan almúgabrag. í stað-
inn birtist hinn ósigrandi mannshugur í tign sinni og göfgi.
Það er nóg að minna á atvikið, þegar Börkur digri kemur með
her manns og heimtar, að Hergilseyjarbóndinn selji fram skóg-
armann hans og bróðurbana, en fær þetta svar: „Ek hefi vánd
klæði, ok hryggir mik ekki, þó at ek slíta þeim eigi gorr, ok
fyrr mun ek lífit láta en ek gera eigi Gísla þat gott, sem ek
má, ok firra hann vandræðum“. Víða má leita og vel má leita,
til að finna stórmannlegra svar.
Eg gat þess áður, að í frásagnarhætti fornsagnanna drottn-
uðu ákveðnar reglur, og með því að virða þær reglur, næðu
höfundarnir sérstökum áhrifum, sérstökum töfrum. Þetta, að
velja sér aðferðir, tjáningarmeðul, er stundum kallað „stíll“ í
víðtækari merkingu. öll atriði formsins, hversu margvísleg
sem eru, eru þá í samræmi hvert við annað. Ef við athugum