Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 81
Skímir
Um gildi íslenzkra fornsagna
77
frásagnarhátt fornsagnanna og formhneigð, sjáum við, að
þær eru sem bókmenntategund frumlegar, greinast skýrt frá
öðrum tegundum bókmennta. Form þeirra er sérstakt, þeim
einum eiginlegt, þær gefa mannlífsmynd sína á sinn sérstaka
hátt. Ekki er allt fullkomið, sem er sérstakt, en frásagnar-
háttur fornsagnanna öðlast eins konar fullkomnun, sem svarar
til þess, hvernig höfundarnir sjá mannlífið, og þannig verður
mannlífsmynd fornsagnanna fullkomin á sína vísu, um leið
og hún er sérstök að búningi og svip. Það eru til aðrar bók-
menntategundir, með annari sjón, öðrum aðferðum og svip,
og hver hefur til síns ágætis nokkuð. En engin er svo víðfeðm,
að hún nái yfir allt, ævinlega er að ræða um takmarkanir, og
takmarkanir í sjón og búningi eiga þátt í því, að eins konar
fullkomnun næst á sínu sviði.
Orðið stíll er haft í þessari víðtæku merkingu, en einnig í
þrengri, um orðfæri. Frásagnarhátturinn eykur listgildi forn-
sagnanna sakir sérleiks síns, sama er að segja um orðfæri.
Fyrrum greindu menn oft þrenns konar orðfæri: hátíðlegt,
óvandað og miðja vega. Það er auðvelt að koma sagnastílnum
fyrir í þessu kerfi. Hann er eins konar spegilmynd þjóðlífsins,
í homun vinna saman andstæður, það er eins og goði og þing-
maður takist þar í hendur sem tveir frjálsir aðiljar, hið höfð-
inglega og alþýðlega renni saman í einingu, sem í heild sinni
er mitt á milli og hefur kosti úr báðum áttum; stíllinn er eðli-
legur og um leið fágaður, kynngi-magnaður og þó stillilegur.
Það er engu líkara en þessir höfundar hefðu haft Flamlet prinz
að ráðgjafa: „Því í miðjum straumi og stormi — eða: ég vil
segja í miðjum hvirfilbyljum — ástríðanna verðið þið að temja
ykkur og tileinka vissa stillingu, sem fegrar alit og jafnar."
Eitt einkenni þessa stíls er skýrleiki, tærleiki; en um leið kem-
ur þar fram, ef glöggt er gætt, næm tilfinning fyrir blæbrigð-
um innan þeirra takmarka, sem krafan um stillingu ákveður.
Fádæma kunnátta kemur hjá hinum betri höfundum fram í
því, hve mikið á að segja og hvenær, en hvenær að láta les-
anda eða áheyranda segja sér hlutina sjálfan: í þessu birtist
mikið traust og virðing á lesanda. Loks má með sanni segja,
að hér er að ræða um sundurlaust mál í hreinleik sínum, laust