Skírnir - 01.01.1958, Síða 82
78
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
við allt, sem heyrir til kveðskapar, eins og mælt mál er; mælt
mál, með hrynjandi þess og lífi, er einmitt fyrirmyndin, en
orðfærið er samtímis þjappað saman og hreinsað af ónýtu
orðagjálfri samkvæmt kröfum listarinnar. Þannig veitir orð-
færi sagnanna hverjum þeim lesanda, sem skilur mál þeirra,
töfrandi fegurð, sem ekki er unnt að endurskapa og er sérstök,
ávöxtur eins þjóðfélags og tímabils, sem aldrei kemur aftur.
Eitt sinn, þegar Árni Magnússon gerði grein fyrir efni fs-
lendingasagna, komst hann svo að orði: „Bændur fljúgast á“.
Þetta eru orð slík sem látin eru fjúka í klúbbviðræðum, þegar
menn skemmta sér við að setja hlutina á ská, til að sjá þá frá
nýrri hlið. Víst gerast sögurnar í bændaþjóðfélagi, víst er þar
ekki sagt frá aðalsmönnum. Og augljóst er, að ef hervirkin,
sem fslendingasögur segja frá, eru borin saman við hervirki
erlendis, þá eru þau harla smá, og mikla menn þau oft heldur
en ekki fyrir sér. En áflog eru það ekki, því að hér er ævin-
lega um dauðann að tefla, og návist dauðans stækkar og dýpk-
ar allt. Það er auðvelt að finna vígaferli, sem eru ekkert ann-
að en villimennska, — ég nefni frásagnirnar af Víga-Styr sem
dæmi —, en að jafnaði er mannlegt eðli agað og tamið við
hugsjón sæmdarinnar, og er slíkt einmitt einkenni menning-
ar, að athafnir manna eru tamdar af siðaskoðunum. Hefndir
i sögunum, sem eru í þessari sömu hugmyndasamstæðu, virð-
ast oft stafa af skyldu frekar en náttúrlegri hefnigirni. Sæmdin
er undirrót hetjuskapar, og það er ekki meiri hetjuskapur hjá
riddurunum en þessum bændum. Svo mikil nærfærni og við-
kvæmni birtist í þessum frásögnum af sæmdarhugsjónum Is-
lendinga til forna, að það minnir á lýsingar á ástamálum í
bókmenntum seinni tíma.
Það þarf ekki að útlista fyrir nútímanum, að í þjóðfélagi
þess tíma hafði sú samstæða siðaskoðana, sem átti sæmdina
að miðdepli, sannarlega sínar skuggahliðar. En af öllu þessu
gefa fornsögurnar mynd, vitanlega þannig, að í einni sögu ber
meira á einni hlið, í annari á hinni, víðfeðma mynd og inn-
fjálga, þar sem allt er skilið að innan, þó því sé lýst utan frá.
Og þá vantaði í mannlífsmynd sagnanna, ef ekki væru siða-
skoðanir þess tíma einn meginþátturinn, já sjálf líftaugin.