Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 83
Skímir
Um gildi islenzkra fornsagna
79
Sögurnar eru auðvitað mjög misjafnar, þegar þær eru lesnar
ofan í kjölinn. En ákaflega víða verður vart, beint eða óbeint,
að hversu sem efni sögunnar er, er frá öllu sagt með eins konar
siðferðilegu jafnvægi. Segulnálin vísar rétt, hvað sem á dyn-
ur, við lesum milli línanna óbeit á níðingsverkum og lítil-
mennsku, aðdáun á stórmennsku, göfgi, trúfesti, drengskap.
Af öllu þessu væri drengskaparhugmyndin ef til vill mestrar
umræðu verð; hún er íslenzk eða norræn, demókratisk hlið-
stæða riddaraskaparins, látlaus og sterk og sönn; hugsjón, sem
hefur haft djúp áhrif á íslendinga á öllum tímum, hugsjón,
sem þeir þurfa ekki að beiðast afsökunar á gagnvart neinum
öðrum.
Hetjuskapur fornsagnanna er eins konar stórsýni, sem met-
ur aðra hluti meira en lífið sjálft. En þó er hann ekki uppi í
skýjunum, hann er á einkennilegan hátt blandinn raunsæi.
Þannig er einnig hér hægt að greina sameiningu andstæðna.
Ég kallaði sögurnar hér á undan „tilraun um manninn“.
Mjög fáar þeirra held ég séu samdar utan um fyrirframskoðun,
en hitt er oft, að í tilrauninni skipast menn og atburðir fyrir
sýn höfundarins í kerfi, svo að þar drottnar ein hugmynd eða
samstæða hugmynda, eins og í Grettis sögu, þar sem megin-
atriðin birtast í setningunni: Það er annað gæfa en gjörvuleiki.
Langoftast eru meginhugmyndir sagnanna sprottnar upp af
athugun á reynslunni, þær eru brot af eins konar leikmanna-
heimspeki. Og af því að þær eru að mjög litlu leyti af erlend-
um uppruna, eru hugmyndir þessarar lífsspeki frábrugðnar
hugmyndum hinnar hebresk-grisk-rómversku menningar-
kvíslar, og þess vegna dylst mönnum oft, að um nokkrar hugs-
anir sé að ræða. Það er svo auðvelt að finna það, sem er þekkt
um allt, vanalegt, og mönnum hættir til að sjást yfir það,
sem er öðruvísi. Þar til kemur, að höfundar sagnanna draga
sjaldnast sjálfir í orðum lærdóma af sögunum, og niðurstöðu
„tilraunarinnar um manninn" verður að finna með athugun
efnis, ef niðurstaðan er þá ekki gáta og spurn.
Sem dæmi þess, hve nátengdar reynslunni hugmyndir sagn-
anna eru, skal ég nefna hugmyndina um „giftu“ sem eins