Skírnir - 01.01.1958, Síða 84
80
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
konar andlegt og líkamlegt gróðurmagn, hæfileika til að far-
sælast af öllu, sem að höndum ber. Af því að hér er stuðzt við
reynsluna, er ekki um neitt tímabundið fyrirhrigði að ræða.
Sjálfsagt hefur einhver Ameríkumaður skrifað Psychology of
success. Þar er að nokkru leyti að ræða um sama hlutinn.
Áður en ég hverf frá þessu efni, vil ég rétt aðeins drepa á
eitt atriði. f mörgum sögum kveður mikið að örlagatrú. Einnig
hún er runnin frá lífstilfinningu, miklu frekar en hún bygg-
ist á skipulegri hugsun. Nú var örlagahugmynd Forn-íslend-
inga með þeim hætti, að örlögin náðu til atburða lífsins, en
ekki til vilja mannsins, ekki til hugar hans. Þeir trúðu þannig
á mátt mannsins nokkuð svipað og Stóumenn gerðu. En hér
kom einnig annað til. Örlögin voru mönnum oft harðhent,
það var þungbært að þola böl, þungbært að verða að deyja á
ákveðinni stund. En forlögin voru þó ekki gædd eiginlegri
grimmd. Bak vio þau var enginn forlagavaldur, sem gleddist
af niðurlægingu mannisns. Þannig drottnar í þessum heimi
einkennilegt svalt hlutleysi. Forlögin gátu orðið þessum mönn-
um annað en ok, þau gátu einnig orðið eggjun fyrir hinn
frjálsa hug að láta ekki bugast, láta ekki af að taka því, sem að
liöndum bar, eins og karlmaður. 1 þessu var ekki fólgin dramb-
semi og ekki sjálfsblekking, þvert á móti er raunsæi og karl-
mannleg bölró einkenni þess. Þessi trú á frelsi mannsins gegn
forlögunum gerði lífið að list, hátterni manna var háð reglum
eins konar fagurfræði. Greinilegast er þetta í frásögum af því,
hvernig menn tóku dauðanum. „Þau tiðkast nú hin breiðu
spjótin", sagði Atli, bróðir Grettis, þegar hann var lagður í
gegn. „Nú seinkaða eg, en þú bræddir“, varð Flelga Droplaug-
arsyni að orði. Með þessu móti varð dauðastundin dýrlegasta
stund lífsins, þá var maðurinn hafinn upp yfir örlög sín, líf
og dauða.
Ég hef nú reynt að gera nokkra grein fyrir gildi íslenzkra
fornsagna frá ýmsu sjónarmiði, en efnið er víðtækt, og ógern-
ingur í skömmu máli að gera meira en drepa á nokkur mikils-
verð atriði. Ég reyndi að gera grein fyrir hinu viða mannlifs-
sviði þeirra, hvernig þær gefa mynd af mönnum og mannleg-