Skírnir - 01.01.1958, Side 86
BJARNIGUÐNASON:
UM BRÁVALLAÞULU.
I.
1 Brávallabardaga berjast þeir Skjöldungarnir og frændurnir
Haraldur hilditönn og Sigurður hringur á Brávöllum í Eystra-
Gautlandi. Engin orrusta í norrænum hetjusögum er jafnfræg
Brávallabardaga; hans er oftlega getið í íslenzkum bókum, en
einungis ein íslenzk heimild greinir í löngu máli frá honum.
Þessi heimild er handritabrot nokkurt frá 1300, nefnt í út-
gáfum Sögubrot af fornkonungum. Til styttingar kalla ég það
Brot. Handritið er illa varðveitt, vantar í það að framan og
aftan og eyður eru inni í — er þetta bagalegt vegna æsku og
afrekasögu Haralds — en frásögnin af bardaganum er heil.1
Utan íslenzkra rita geymir Saxo Grammaticus langa frásögn
af Brávallabardaga í Gesta Danorum 8. bók; frásögn hans er
auðvitað á latinu2. Samanburður á Saxo og Broti sýnir svo ná-
inn skyldleika, að allir fræðimenn, sem um samband þeirra
hafa fjallað, eru á einu máli um, að frásagnir þessar hljóti að
styðjast við sameiginlega heimild. Saxo telur upp um 165
kappanöfn, 47 viðurnefni auk föðurnafna og örnefna eða alls
um 250 nöfn. 1 Broti eru nöfnin nokkru færri eða t. d. um 100
kappanöfn og 40 viðurnefni. Tölum þessum má ef til vill eitt-
hvað breyta. Oftast eru nöfn þessi hin sömu í háðum heimild-
um, svo lengi sem þær fara saman. Þó eru ýmis nöfn andstæð
hjá Saxo og í Broti, og fyrir korna brengluð nöfn á báðum stöð-
um. Við getum því talað um tvær gerðir af sömu frásögn.
Einnig má geta þess, að í báðum gerðum er köppum bardag-
ans deilt niður landfræðilega, greint, frá hvaða löndum eða
landshlutum þeir eru ættaðir. Koma til orrustunnar Norðmenn
frá Haðalandi, Víkinni, Þelamörk, Þrándheimi, Mæri, Fjörð-
um, Sogni, Jaðri og ögðum; Gautar, Svíar og Vermlending-
ar; Eydanir og Jótar, Islendingar, Vindur, Frísir og fleiri.
Nafnafjöldinn vekur strax athygli, og sú innbyrðis stuðla-