Skírnir - 01.01.1958, Page 87
Skírnir
Um Brávallaþulu
83
setning, sem greina má í kappatalinu — bæði hjá Saxo og í
Broti — leiðir eðlilega af sér þá ályktun, að hin sameiginlega
heimild hljóti að vera kvæði eða þula, er hafi talið upp öll
þessi nöfn. Um þetta eru allir sammála, og hafa þegar nokkr-
ir fræðimenn reynt að færa kappatalið i þuluform3. En ein-
ingin nær ekki lengra. Þegar fara á að kveða nánar á um upp-
haf, aldur og heimkynni þessarar þulu, er hver höndin upp
á móti annarri. Ég mun fyrst drepa hér á helztu skoðanir
fræðimanna um þessi atriði, um leið og ég reyni að gera grein
fyrir rannsóknaraðferðum þeirra og meta framlag þeirra til
að leysa þessi flóknu vandamál.
II.
Gustav Storm varð fyrstur til þess að rannsaka og leggja
fram rökstuddar skoðanir um aldur og heimkynni Brávalla-
kvæðis, eins og hann kallaði það4. I rannsókn sinni beitti hann
nær eingöngu sagnfræðilegum aðferðum og eilítið málfræði-
legum, en ekki reyndi hann á neinn hátt að líta á kvæðið frá
sjónarhóli bókmenntasögunnar, enda er margt kunnara nú
en á dögum Storms, einkum hefur rannsóknum á heimildum
Saxos fleygt fram.
Storm benti á, að stuðlasetningin hjá Saxo sannaði, að h
hefði upphaflega staðið á undan 1 og r í kvæðinu. Þetta er
rétt hjá Storm; ég nefni hér þrjú stuðluð dæmi og læt nöfnin
úr Broti fylgja: Lethris (Hleiðra) — Hortar (Hjgrtr), Bafn
(Hrafn) — Hafvrr (Hafr), Haddir (Haddr) — Roldar
(Hróaldr)5. Af þessu dró Storm þá ályktun, að kvæðið gæti
ekki verið danskt, vegna þess að h féll brott undan 1, r (og n)
í upphafi orða mjög snemma, yfirleitt þegar á 9. öld í dönsku6.
Storm tókst þannig með þessari einu röksemd að heimfæra
kvæðið á vestur-norrænt málsvæði. Á þetta hafa allir fræði-
menn fallizt, enda má með vissu benda á fleiri vestur-norræn
máleinkenni hjá Saxo. Hefur því deilan staðið um það, hvort
kvæði þetta sé norskt eða íslenzkt, þvi að h hélzt miklu leng-
ur í þessum tveim tungum á undan 1 og r. I islenzku hefur
h haldizt allt fram á þennan dag (þ. e. í ritmáli), en í norsku