Skírnir - 01.01.1958, Side 88
84
Bjarni Guðnason
Skírnir
gegnir öðru máli. Um 1000 finnast dæmi á norskum rúna-
steinum um h á undan r, en fyrst verður vart við brottfallið
um 1050 á rúnasteini („ruar“, Hróarr) og i elztu norsku
handritunum frá því um 1150 er þessi hljóðbreyting alger7.
Sennilegt er því, að þessi hljóðþróun hafi átt sér stað í norsku
að verulegu leyti á seinni hluta 11. aldar.
Ef Brávallakvæði er norskt, leiðir af þessu, að það er að öll-
um líkindum ort áður en þessi hljóðbreyting nær yfirtökum
í Noregi, þ. e. sennilega fyrir 1100, — og á hinn bóginn er
kvæðið mjög líklega íslenzkt, ef það verður talið frá 12. öld.
Ekki beitti Storm öðrum mállegum rökum.
Saxo nefnir í kappatali sínu íslenzk skáld sem fylgisveina
Haralds hilditannar og Sigurðar hrings. Storm bendir á, að
fyrst um 1000 fóru íslenzk skáld að leita til annarra hirða en
þeirrar norsku; enn fremur eru nefndir ýmsir sögulegir menn,
er lifðu um 1000. Storm áleit því, að kvæðið gæti ekki verið
eldra en frá ll.öld. Látum gildi þessara almennu röksemda
um aldur Brávallakvæðis liggja um sinn milli hluta, en Storm
gekk þó ekki nógu langt í að takmarka fyrri timatakmörkin
(terminus post quem) með þeim aðferðum, er hann sjálfur
beitti, þvi að honum var ljóst, að meðal skálda Sigurðar hrings
eru nefnd íslenzk skáld Haralds harðráða, er féll á 7. tug
11. aldar8.
Storm var hins vegar mjög hikandi, þegar hann skar úr um
það, hvort kvæðið væri norskt eða íslenzkt. Þó hallaðist hann
að þvi, að það væri norskt vegna þess, að það speglar „poli-
tisk-patriotisk Tendens“, þar sem hlutur Norðmanna er gerð-
ur sem stærstur og atburðir séðir frá norskum bæjardyrum.
Nefnir Storm sem dæmi framgöngu yfirleitt allra Norðmanna
og sér í lagi kappanna frá Þelamörk, er leiða orrustuna til lykta.
Storm sá samtíðina speglast í þessu kvæði og áleit, að orrust-
urnar við Svoldur (1000) og við Helgaá (1027) væru fyrir-
myndir; því kvað hann fastar að orði um aldur kvæðisins og
telur það ort „.. . efter 1027 eller henimod Midten af llte
Aarhundrede . ..“9. Jafnframt taldi hann kvæðið „. . . patrio-
tisk-poetisk Udsmykkelse af den norske Ilistorie"10.
Þessi rök Storms fyrir heimkynnum Brávallakvæðis eru lítt