Skírnir - 01.01.1958, Page 89
Skírnir
Um Brávallaþulu
85
sannfærandi og byggjast að minni hyggju á alröngum skiln-
ingi á eðli þess og uppruna.
Að lokum ber að nefna, að niðurstöður Storms hafa í öllum
höfuðatriðum verið viðurkenndar af þeim fræðimönnum, er
vilja telja kvæðið norskt.
Stuttlega skal minnzt á athuganir K. Mullenhoffs, þótt
hann leggi ekki neitt nýtt til málanna til eðlilegs skilnings á
kvæðinu — nema síður sé11. Fyrir honum er kvæðið norskt,
ort milli 1000 og 1013, þ. e. eftir Svoldarorrustu, en áður en
Danir lögðu undir sig England, því að kvæðið þekkir ekki til
veldis Sveins tjúguskeggs í Englandi. Fyrra ártalið tók hann
frá Storm. Helzt hallast Mullenhoff að því, að kvæðið sé ort
aldamótaárið 1000 í umróti forns og nýs siðar. í því vill hann
sjá endalok norræns hetjukveðskapar líkt og S. Grundtvig
hafði gert í sínum fáu athugasemdum um kvæðið12. Loks læt-
ur Múllenhoff svo ummælt, að Brávallakvæðið verði að gildi
og reisn aðeins mælt við Völuspá.
Næstur tók Axel Olrik Brávallakvæðið til rannsóknar13, en
hann hefur skrifað meir um það en aðrir menn. Hann rann-
sakaði það á miklu breiðari grundvelli en áður hafði verið
gert, beitti málfræði, bókmenntum, sagnfræði og þjóðsagna-
fræði sem hjálpargögnum, jafnframt því sem hann bar sam-
an texta Saxos og Brots og reyndi að endurskapa Brávalla-
kvæðið með stuðningi fyrri tilrauna.
A. Olrik komst að sömu aðalniðurstöðum og Storm um aldur
og heimkynni kvæðisíns: að það væri ort í Noregi um 1050.
Storm mótaði einnig skoðanir Olriks á eðli kvæðisins, þar sem
Olrik tók undir það, að kvæðið sýndi „norsk-patriotisk Ten-
dens“, en Olrik gekk miklu lengra í þessu efni en Storm hafði
árætt. Storm gat þess, að Þilir væru sérlega rómaðir hjá Saxo
fyrir framgöngu sína — eins og fyrr segir. Þess vegna taldi 01-
rik, að kvæðið væri örugglega ort á Þelamörk og tilfærir þessa
röksemd: „ . . . kvadets tendens er at kaste glans over Tele-
boerne. Digtets hjemsted kan da ikke være andre steder end i
Telemarken; ti vi kan være visse pá, at ingen af nabobygdeme
i den sydvestlige tredjedel af Norge vilde digte til Teleboernes
ære og stille deres egen storhed i mörket“14. Þetta er vægast