Skírnir - 01.01.1958, Page 91
Skírnir
Um Brávallaþulu
87
fyrir dauða Haralds, því að Brávallakvæðið er ekki erfikvæði
hans; en af þessu leiðir aftur, að kvæðið er ort frá vorinu
1065 til september 1066, þegar Haraldur féll17. Og Bugge
heldur enn áfram. Þar sem irskar sagnir liggja að haki eldra
Brávallakvæðis, er yngra Brávallakvæði ort eftir að Norð-
menn frá írlandi höfðu komizt í sveit Haralds harðráða á
leið hans til Englands — sennilega á Orkneyjum. Þar getur
kvæðið ekki verið ort, þar eð þá voru Haraldur og menn hans
svo önnum kafnir. Hins vegar gafst tóm og andagift til að
yrkja á siglingunni með fram Skotlandsströndum til Norð-
ymbralands. Þess vegna er kvæðið ort á milli 6. og 10. sept-
ember 106618.
Niðurstöðum Bugges um írsk áhrif og eldra og yngra kvæði
hefur verið einróma hafnað. En hitt sætir furðu, að Olrik tók
undir þá kenningu Bugges, að kvæðið væri ort árið 1066 í
her Haralds harðráða á siglingu við Skotlandsstrendur. Olrik
farast þannig orð: „Det er hans (þ. e. Bugges) daterihg til
1066 jeg har fulgt, et resultat som ikke er hævet over tvivl,
men som byder den bedste forklaring pá en mængde fæno-
mener i sagnet“19. Benda má á, að Bugge notar kenningu
sína um eldra írsk-norskt kvæði til að fá fram niðurstöðu
um aldur yngra kvæðisins. Olrik hafnaði algerlega írskum
áhrifum, en féllst samt á ársetningu Bugges. Olrik andmælti
forsendunum, en hirti niðurstöðuna, og áhrifavald hans á
þessu sviði varð fyrst og fremst til þess að tryggja tímasetn-
ingu Bugges viðurkenningu.
Lauslega skal geta skoðana B. Nermans. Hann var á sama
máli og Olrik um aldur og heimkynni kvæðisins, en vildi sjá
gauzkt kvæði að baki hinu norska20. Að þessu vík ég einnig
síðar.
Jan de Vries tók undir þá skoðun Nermans, að kvæðið væri
upphaflega sænskt eða gauzkt og hefði borizt frá Svíþjóð til
Noregs og Danmerkur í breyttri mynd. Yfirleitt virðast at-
hugasemdir Vries um kvæðið vera sambland úr ýmsum átt-
um, frá Nerman, Bugge, Olrik og Storm, þar sem allar veiga-
mestu niðurstöður þeirra eru bræddar saman21.
Finnur Jónsson ætlaði kvæðið norskt, en taldi vafa leika á,