Skírnir - 01.01.1958, Page 92
88
Bjarni Guðnason
Skírnir
að það væri ort á Þelamörb; kvæðið hugði hann ekki vera
ort fyrir 1100. En þessar tvær niðurstöður er erfitt að sam-
ræma vegna brottfalls h undan 1 og r á ofanverðri 11. öld
í norsku22.
Þá ber að minnast á skoðanir S. Larsens vegna sérstöðu
þeirra. Larsen telur kvæðið á einum stað sennilega norskt, en
á öðrum stað örugglega norskt. Færir hann helzt þær ástæður,
að þorri mannanafnanna sé sérlega norskur23, en í rauninni
krefst aldursákvörðun hans þessara heimkynna. Larsen ber
kvæðið saman við kvæðið um hólmgöngu Örvar-Odds og
Hjálmars hins hugumstóra við Amgrímssyni í Sámsey, er hafi
sama stíl og keimlíkar hugsjónir; þess vegna sé Brávallakvæð-
ið ort „... næppe meget senere end c. 900, maaske endda
f0r“M.
Létt er að efast um, að hægt sé að sanna, að kvæðið um
hólmgönguna í Sámsey sé svo fornt sem Larsen hyggur, enda
gerir hann engar tilraunir til að færa sönnur á þá hugmynd.
Að minni hyggju er það kvæði hjáróma eftirherma hetju-
kveðskapar og síðbomingur. — En hér skiptir aldur þess
kvæðis varla máli.
Fleiri röksemdir tilfærir Larsen máli sínu til stuðnings:
Höfundur Brávallakvæðis lýsir umhverfinu út frá eigin sam-
tíð; kvæðið sýnir engin áhrif kristinnar trúar; sbjaldmeyjar
þær, sem kvæðið nefnir, hafa vemleikahlæ og em ekki skáld-
leg hugarfóstur; gömul ömefni koma fyrir (Hleiðra, Sigtúnir,
Uppsalir, Heiðabýr); og loks bendir notkun stríðsvagns og
bálför Haralds til ævagamalla menningarskeiða.
öll þessi rök Larsens mega sín lítils. Við gætum tekið þriðju
hverja fornaldarsögu frá 13. eða 14. öld og sannað á svipaðan
hátt, að þær væm frá 10. öld eða fyrr. Þessar skoðanir Lar-
sens eru spor aftur á bak og minna á hugmyndir fræðimanna
fyrri alda um slík kvæði. Enn ætlar Larsen, að síðar hafi
bætzt inn í Brávallakvæðið nýjar sagnamyndanir eða sagna-
hópar; slík ályktun er bæði viturleg og nauðsynleg, eins og
skoðunum hans er farið.
Larsen styðst einkum við bókmenntasöguna, menningar-
söguna og þjóðsagnafræðina við tímasetningu kvæðisins. Hins