Skírnir - 01.01.1958, Page 93
Skírnir
Um Brávallaþulu
89
vegar telur hann mállegar athuganir nafnanna hafa lítið gildi
til ákvörðunar á heimkynnum þess. Honum farast svo orð:
„Paa Sprogformen lægger jeg grumme ringe Vægt, navnlig
naar man som her maa gætte sig til den“25. Aðrir vísinda-
menn hafa þó verið á annarri skoðun, eins og sést af því, er
síðar fylgir.
1 stuttu máli má segja, að flestir vísindamenn, sem um
kvæðið hafa skrifað, telja það norskt, frá miðbiki 11. aldar og
bera þá oftast Olrik eða Bugge fyrir máli sínu. Hér skal telja
E. Mogk26, E. Wessén27, M. Olsen28, Carl S. Petersen29 og
Oluf Friis30.
Að lokum skal nefna sérstaklega D. A. Seip, sem síðastur
manna hefur fært fram sjálfstæðar athuganir í sambandi við
heimkynni Brávallakvæðis. Verður ítarlega vikið að niður-
stöðum hans í þessari grein, þar sem hann virðist fljótt á litið
koma fram með ólíkt traustari grundvöll fyrir norskum heim-
kynnum en áður hefur verið gert og niðurstöður hans eru að
nokkru eða fullu viðurkenndar í nýjustu fræðiritum31.
Hér má nefna sem dæmi H. Schneider; hann hafði mikla
tilhneigingu til að telja kvæðið íslenzkt, en féll frá þeirri
hugmynd nær eingöngu vegna rannsókna og niðurstöðu
Seips32. Og Jón Helgason segir m. a.: „ . .. ved at undersoge
navneformerne har D. A. Seip gjort sandsynligt, at Saxo har
haft dette kvad i en norsk, nærmere bestemt sydostnorsk, ned-
skrift fra 12. árh.“33.
Allt aðra skoðun hafa fræðimennirnir A. Heusler34, G.
Neckel3S, og P. Herrmann36, er telja Brávallakvæði —- eða
réttara sagt þulu — með fullri vissu íslenzkt, sennilega frá
12. öld. Röksemdir þeirra má draga saman í þessum orðum
Heuslers: „Die grosse Kampenliste der Brávallaschlacht .. .
ist nach ihren literarischen Voraussetzungen nur als islán-
disches Erzeugnis verstándlich. Insbesondere ihre islándischen
Orts- und Personennamen kann man norwegischen Erzáhlern
nicht zutrauen“37 — eða með öðrum orðum líta þessir fræði-
menn að mestu leyti á vandamálið frá bókmenntalegu og
nafnfræðilegu sjónarmiði.
Við getum nú numið staðar eitt andartak og varpað fram