Skírnir - 01.01.1958, Page 94
90
Bjarni Guðnason
Skírnir
þeirri spurningu, hvort það skipti í rauninni nokkru máli,
hvort Brávallakvæðið sé talið norskt eða íslenzkt. Og vissu-
lega er það í sjálfu sér aukaatriði. En þó er ekki hægt að kom-
ast hjá því að fá úr því skorið til þess að reyna að skilja eðli,
anda og uppruna kvæðisins, sem er að mínu viti aðalatriðið.
Þegar heimkynnið er fengið, verður allt auðveldara viðfangs.
Það liggur því fyrst fyrir að rannsaka, hvort kappatal Saxos
gefi nokkrar mállegar bendingar um heimkvnni sitt.
III.
Sem fyrr segir, komst A. Olrik að þeirri niðurstöðu, að
Brávallakvæðið væri ort á Þelamörk vegna lofs þess, er Saxo
ber á Þili. Ummæli Saxos eru þannig (í þýðingu J. Olriks):
„Fra Thelemarken kom de tapreste Kæmper, som ejede meget
Mod og lidet Hovmod"38. I íslenzku heimildinni, Broti, segir
á samsvarandi stað: „Menn voru ok komnir til Hrings kon-
ungs af Þelamork, er kappar voru, ok hofðu minzt yfir-lat,
þvíat þeir þottu vera dragmalir ok tomlatir“39. Ekki hrósar
íslenzka heimildin Þilum, nema síður sé, eins og sjá má einn-
ig af þessum orðum Brots: „ . . . þa voru Þilirnir, er allir
villdu sízt hafa ok hugðu litla liðsemð mundu at vera; þeir
voru bogmenn miklir"40.
Lof Saxos um Þili er sennilega ekki upphaflegt og má stafa
frá honum sjálfum. En hversu sem þessu er farið, nær ekki
nokkurri átt að telja kvæðið ort i Þelamörk vegna þessara
orða hans.
Til að styrkja tilgátu sína reyndi A. Olrik að benda á ein-
liver þau máleinkenni í kvæðinu, er heimfærði það til Þela-
merkur. Nefndi hann breytinguna u, ú>o undan m í orðum
eins og Grombar, Gromer (Glúmr, Gormr?)41. Þetta er rétt,
en u>o einnig á undan n í Þelamörk42 og hjá Saxo er ritað
u í orðum eins og Hun, Hunger, Grundi (Grunder CP), Si-
mundus (Sigmund CP); ég hef ekkert dæmi fundið um u>o
undan n hjá Saxo. Einnig skal nefna, að breytingin u>o
undan m er ekki í helmingi þeirra orða, sem slíkri hljóðbreyt-
ingu gætu tekið, smbr. Humnehy (Humhi CP), Tummi,